Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. janúar 2025 11:53 Kristrún er verulega ánægð með samráðið við almenning. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er verulega ánægð með þátttöku almennings í samráðsgátt. Hún segir mikilvægt að virkja almenning og segir ríkisstjórnina mögulega gera það aftur síðar. „Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
„Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira