Collin Sexton jafnaði metin fyrir Utah, 121-121, með þriggja stiga körfu þegar fjórar sekúndur voru eftir.
Eftir það fékk Young boltann og lét vaða rétt fyrir aftan miðju. Og boltinn fór ofan í körfuna og Atlanta fagnaði sigri.
UNBELIEVABLE SHOT FROM TRAE YOUNG...
— NBA (@NBA) January 8, 2025
GAME-WINNER FROM BEYOND HALFCOURT!#TissotBuzzerBeater #YourTimeDefinesYourGreatness pic.twitter.com/f5sWGEplNx
„Þegar það er tími eftir finnst mér við alltaf getað skorað,“ sagði Young eftir leikinn í Salt Lake City í nótt.
„Ég vissi að við hefðum þrjár sekúndur. Ég gæti rakið boltann aðeins og komist nær miðlínunni. Þá passaði ég að nota fæturna og ná krafti í skotið sem var mikilvægt.“
Young skoraði 24 stig í leiknum og gaf tuttugu stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem gefur tuttugu stoðsendingar og skorar sigurkörfu í sama leiknum.
Young er stoðsendingahæsti leikmaður NBA í vetur með 12,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er einnig með 22,5 stig og 3,5 fráköst í leik.
Atlanta er í 7. sæti Austurdeildarinnar með nítján sigra og átján töp.