Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 8. janúar 2025 14:31 Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er kostnaður við hvern fanga á bilinu 17,7 til 21,5 milljónir króna á ári, eða um 48.500 til 58.900 krónur á dag. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem kalla á endurskoðun á núverandi kerfi. Rafrænt eftirlit Ein leið til að draga úr þessum kostnaði er að auka notkun rafræns eftirlits með ökklabandi. Kostnaður við slíkt eftirlit er töluvert lægri, þarna er hægt að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári. Með því að lengja þann tíma sem einstaklingar afplána með rafrænu eftirliti og fjölga þeim sem nýta þetta úrræði, mætti spara verulegar fjárhæðir. Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa Annað úrræði er að leyfa föngum í opnum fangelsum að stunda vinnu utan fangelsis. Með því að selja vinnu framlag þeirra á almennum markaði gæti hluti tekna runnið til fangans sjálfs, en afgangurinn til fangelsis kerfisins. Þetta myndi ekki aðeins draga úr kostnaði heldur einnig stuðla að endurhæfingu og betri aðlögun að samfélaginu. Skortur á meðferðaráætlunum Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga skal Fangelsismálastofnun, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir hvern fanga. Því miður hefur komið í ljós að slíkar áætlanir hafa því miður ekki verið gerðar, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun. Þetta bendir til skorts á skipulagi og metnaði innan kerfisins, sem þarf að bæta til að tryggja markvissa endurhæfingu. Þörf á viðhorfsbreytingu Til að ná fram þessum breytingum er nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði innan stjórnkerfisins. Fangelsi eiga ekki að vera lélegar kjöt geymslur, fangelsi á að vera endurhæfingarstöð þar sem einstaklingar fá endurhæfingu til betrunar. Með því að innleiða nýjar aðferðir og leggja áherslu á endurhæfingu má skila samfélaginu betri einstaklingum og draga úr endurkomutíðni fanga. Fangelsi á ekki að vera bákn Það er kominn tími til að endurskoða refsivörslukerfið á Íslandi, og kveðja gamlan draug. Með aukinni notkun rafræns eftirlits, atvinnuþátttöku fanga utan fangelsa og markvissum meðferðaráætlunum má draga úr kostnaði og bæta endurhæfingu. Þetta krefst viðhorfsbreytingar og aukins metnaðar innan stjórnkerfisins, og ávinningurinn fyrir samfélagið verður óumdeilanlegur. Allar breytingar krefjast dug og þor. Höfundur er lífskúnstner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er kostnaður við hvern fanga á bilinu 17,7 til 21,5 milljónir króna á ári, eða um 48.500 til 58.900 krónur á dag. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem kalla á endurskoðun á núverandi kerfi. Rafrænt eftirlit Ein leið til að draga úr þessum kostnaði er að auka notkun rafræns eftirlits með ökklabandi. Kostnaður við slíkt eftirlit er töluvert lægri, þarna er hægt að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári. Með því að lengja þann tíma sem einstaklingar afplána með rafrænu eftirliti og fjölga þeim sem nýta þetta úrræði, mætti spara verulegar fjárhæðir. Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa Annað úrræði er að leyfa föngum í opnum fangelsum að stunda vinnu utan fangelsis. Með því að selja vinnu framlag þeirra á almennum markaði gæti hluti tekna runnið til fangans sjálfs, en afgangurinn til fangelsis kerfisins. Þetta myndi ekki aðeins draga úr kostnaði heldur einnig stuðla að endurhæfingu og betri aðlögun að samfélaginu. Skortur á meðferðaráætlunum Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga skal Fangelsismálastofnun, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir hvern fanga. Því miður hefur komið í ljós að slíkar áætlanir hafa því miður ekki verið gerðar, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun. Þetta bendir til skorts á skipulagi og metnaði innan kerfisins, sem þarf að bæta til að tryggja markvissa endurhæfingu. Þörf á viðhorfsbreytingu Til að ná fram þessum breytingum er nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði innan stjórnkerfisins. Fangelsi eiga ekki að vera lélegar kjöt geymslur, fangelsi á að vera endurhæfingarstöð þar sem einstaklingar fá endurhæfingu til betrunar. Með því að innleiða nýjar aðferðir og leggja áherslu á endurhæfingu má skila samfélaginu betri einstaklingum og draga úr endurkomutíðni fanga. Fangelsi á ekki að vera bákn Það er kominn tími til að endurskoða refsivörslukerfið á Íslandi, og kveðja gamlan draug. Með aukinni notkun rafræns eftirlits, atvinnuþátttöku fanga utan fangelsa og markvissum meðferðaráætlunum má draga úr kostnaði og bæta endurhæfingu. Þetta krefst viðhorfsbreytingar og aukins metnaðar innan stjórnkerfisins, og ávinningurinn fyrir samfélagið verður óumdeilanlegur. Allar breytingar krefjast dug og þor. Höfundur er lífskúnstner.
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar