Körfubolti

Stalst í síma liðsfélaga og tók sjö­tíu sjálfur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic er mikill stríðnispúki og sannaði það einu sinni sem oftar á dögunum.
Luka Doncic er mikill stríðnispúki og sannaði það einu sinni sem oftar á dögunum. Getty/Ron Jenkins

NBA stórstjarnan Luka Doncic er einn besti körfuboltamaður heims en þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks er líka mikil grallari utan vallar.

Doncic er þekktur fyrir stríðni sína og þar virðist enginn liðsfélagi hans vera óhultur.

Nýjasta fórnarlamb stríðninnar hjá Doncic var Brandon Williams, bakvörður Dallas Mavericks liðsins.

Williams skildi snjallsímann sinn eftir á glámbekk og Doncic stalst í hann.

Slóveninn sendi þó ekki vafasöm skilaboð í nafni Williams eða kom honum í annars konar vandræði.

Nei hann ákvað að taka sjötíu myndir af sjálfum sér. Fyllti hreinlega myndagallerí Williams af alls konar sjálfum.

Williams lét vita af stríðni Doncic á samfélagsmiðlum og birti lítið brot af myndunum eins og sjá má hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×