Everton er í stjóraleit eftir að Sean Dyche var rekinn í gær, aðeins nokkrum klukkutímum fyrir bikarleik gegn Peterborough. Everton vann hann, 2-0.
Samkvæmt Sky Sports hefur Moyes þegar rætt við nýja eigendur Everton og gæti tekið aftur við liðinu. The Friedkin Group kláraði yfirtöku á Everton í síðasta mánuði og stendur nú frammi fyrir fyrstu stjóraráðningu sinni.
Moyes hætti hjá West Ham United eftir síðasta tímabil. Hann stýrði liðinu fyrst 2017-18 og svo aftur 2019-24. Undir stjórn Moyes vann West Ham Sambandsdeild Evrópu 2023.
Dyche stýrði Everton í tvö ár. Liðið bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni tímabilið 2022-23 og hélt sér svo aftur uppi í fyrra þrátt fyrir að átta stig hafi verið dregin frá því vegna brota á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.
Dyche skilur við Everton í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af nítján leikjum sínum í vetur og er einu stigi frá fallsæti. Næsti leikur Everton er gegn Aston Villa á miðvikudaginn.