Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2025 09:30 Nathan Aspinall er einn þeirra átta heppnu sem keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti 2025. getty/James Fearn Nathan Aspinall hefur svarað gagnrýni Mikes De Decker um að hann hafi ekki átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Aspinall var í hópi þeirra átta sem voru valdir til að spila í úrvalsdeildinni 2025. De Decker var hins vegar ekki valinn og í viðtali við Het Nieuwsblad í Belgíu lét hann gamminn geysa. De Decker sagði að það væri skandall að hann hefði ekki hlotið náð fyrir augum forráðamanna úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið Grand Prix stórmótið. Hann skaut líka á Aspinall og Gerwyn Price sem voru valdir til að keppa í úrvalsdeildinni. Hann sagði að Aspinall hefði eingöngu verið valinn því hann er með skemmtilegt inngöngulag. Aspinall hefur nú brugðist við gagnrýni De Deckers. Hann sagðist finna til með honum en bætti við að slakur árangur hans á HM hefði eflaust haft áhrif á að hann hefði ekki verið valinn. „Sagði hann þetta? Ég hef ekki séð það því ég er hættur á samfélagsmiðlum. Ég er enn með aðganga en er ekki virkur því áreitnin var orðin fáránleg. Ég er vonsvikinn að hann hafi sagt þetta því okkur Mike kemur vel saman. En ef hann vill komast inn verður hann að komast ofar á heimslistann,“ sagði Aspinall. „Hann má vera svekktur því hann vann stórmót en hann er númer 24 á heimslistanum og datt snemma út á HM. Það voru margir sem komu til greina en enginn stóð upp úr. Ég taldi helmingslíkur á að ég kæmist inn en er í skýjunum að hafa verið valinn og hlakka til að byrja.“ Auk Aspinalls og Price taka heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey þátt í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira
Aspinall var í hópi þeirra átta sem voru valdir til að spila í úrvalsdeildinni 2025. De Decker var hins vegar ekki valinn og í viðtali við Het Nieuwsblad í Belgíu lét hann gamminn geysa. De Decker sagði að það væri skandall að hann hefði ekki hlotið náð fyrir augum forráðamanna úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið Grand Prix stórmótið. Hann skaut líka á Aspinall og Gerwyn Price sem voru valdir til að keppa í úrvalsdeildinni. Hann sagði að Aspinall hefði eingöngu verið valinn því hann er með skemmtilegt inngöngulag. Aspinall hefur nú brugðist við gagnrýni De Deckers. Hann sagðist finna til með honum en bætti við að slakur árangur hans á HM hefði eflaust haft áhrif á að hann hefði ekki verið valinn. „Sagði hann þetta? Ég hef ekki séð það því ég er hættur á samfélagsmiðlum. Ég er enn með aðganga en er ekki virkur því áreitnin var orðin fáránleg. Ég er vonsvikinn að hann hafi sagt þetta því okkur Mike kemur vel saman. En ef hann vill komast inn verður hann að komast ofar á heimslistann,“ sagði Aspinall. „Hann má vera svekktur því hann vann stórmót en hann er númer 24 á heimslistanum og datt snemma út á HM. Það voru margir sem komu til greina en enginn stóð upp úr. Ég taldi helmingslíkur á að ég kæmist inn en er í skýjunum að hafa verið valinn og hlakka til að byrja.“ Auk Aspinalls og Price taka heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey þátt í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira