„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2025 15:00 Rósa Líf segir að ást sín á hestum hafi kveikt neistann í baráttu hennar fyrir dýravelferð. „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“ Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“ Heilsa Vegan Matur Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira
Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“
Heilsa Vegan Matur Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira