„Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 13:47 Joey Barton hefur stofnað hlaðvarp á meðan hann leitar nýs þjálfarastarfs. Hann stýrði Fleetwood Town frá 2018 til 2021 og tók sama ár við Bristol Rovers en hefur verið án starfs frá því að honum var sagt upp á þeim bænum 2023. Vísir/Getty Liverpool átti afskaplega gott haust undir stjórn nýs stjóra, Hollendingsins Arne Slot, og sat á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem og Meistaradeildar Evrópu um áramót. Mikið þarf að gerast til að Púllarar kasti frá sér toppsæti deildarinnar, samkvæmt fyrrum knattspyrnumanninum Joey Barton. Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira