Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar 10. janúar 2025 12:32 Upphaf nýs árs er góður tími til að líta til baka á farinn veg og velta fyrir sér því sem hefur áunnist. Sjálf hef ég gert það að venju að gera ákveðið stöðumat á sjálfri mér og farið yfir hverjir voru hápunktar ársins sem leið, hvað ég var ánægð með, og á hvaða sviðum ég vil bæta mig, og lagt þannig línurnar fyrir nýtt ár. Flestir kannast við tilfinninguna að standa á krossgötum, óvissir um hvaða leið skuli velja. Þetta gæti verið val á milli starfstilboða, að íhuga nýtt nám eða að stíga skref í átt að persónulegum vexti. Að standa á krossgötum getur verið yfirþyrmandi, þar sem hver leið gæti borið með sér bæði áhættu og umbun, og óttinn við að taka „ranga“ ákvörðun getur haldið okkur á óbreyttum stað. Til dæmis gæti sá sem leitar að starfi staðið frammi fyrir vali á milli öruggrar stöðu með stöðugleika eða áhættusamara en spennandi tækifæris í nýrri starfsgrein á nýjum vettvangi. Sá sem íhugar áframhaldandi nám gæti velt fyrir sér hvort það sé þess virði að leggja tíma og fé í það. Eða sá sem þráir persónulegan vöxt gæti fundið fyrir togstreitu á milli þess að vera áfram í þægindarammanum eða taka umbreytandi skref með tilheyrandi óvissu. Hér eru nokkrar leiðir sem geta hjálpað við ákvarðanatökuna: Settu þér skýr markmið: Gefðu þér tíma til að skilgreina hvað þú raunverulega vilt. Eru forgangsatriðin þín stöðugleiki, áskorun, fjárhagslegt öryggi eða persónuleg ánægja? Þegar þú hefur skilgreint markmiðin þín, verður valið auðveldara. Skrifaðu kosti og galla: Settu niður kosti og galla hverrar leiðar fyrir sig. Þessi röklega nálgun getur gert valkostina skýrari. Leitaðu innblásturs: Leitaðu til fyrirmynda eða lestu um fólk sem hefur tekið svipaðar ákvarðanir. Reynsla þeirra getur varpað ljósi á þinn veg. Treystu innsæinu þínu: Stundum duga rök ekki ein og sér. Innsæi þitt getur verið lykillinn að því sem hentar þér best. Sjáðu fyrir þér hverja leið: Ímyndaðu þér hvern valkost, t.d. ár fram í tímann. Hver þeirra vekur mestan áhuga og spennu? Hver samræmist gildum þínum best? Fáðu álit: Ræddu hugsanir þínar við vini, fjölskyldu eða leiðbeinendur. Þeir gætu komið með sjónarhorn sem þú hefur ekki tekið eftir. Byrjaðu smátt: Ef hægt er, prófaðu einn valkost í minni mæli áður en þú skuldbindur þig að fullu. Til dæmis skráðu þig á námskeið áður en þú byrjar í námi, eða prófaðu t.d. verktakavinnu áður en þú skiptir um starfsvettvang. Fagnaðu ófullkomleikanum og lærðu af reynslunni: Engin ákvörðun er áhættulaus, og hver leið kennir okkur dýrmætan lærdóm. Treystu sjálfum þér og haltu áfram. Á krossgötum er mikilvægasta skrefið að taka eitt þeirra. Aðgerðir skapa skýrleika, og hver ákvörðun leiðir til vaxtar. Taktu áhættu, farðu út fyrir þægindarammann og treystu því að þú sért á réttri leið. Höfundur er sjálfstætt starfandi verkefnastjóri og nemandi í hugvíkkandi meðferðarfræðum (e. psychedelic therapy). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Upphaf nýs árs er góður tími til að líta til baka á farinn veg og velta fyrir sér því sem hefur áunnist. Sjálf hef ég gert það að venju að gera ákveðið stöðumat á sjálfri mér og farið yfir hverjir voru hápunktar ársins sem leið, hvað ég var ánægð með, og á hvaða sviðum ég vil bæta mig, og lagt þannig línurnar fyrir nýtt ár. Flestir kannast við tilfinninguna að standa á krossgötum, óvissir um hvaða leið skuli velja. Þetta gæti verið val á milli starfstilboða, að íhuga nýtt nám eða að stíga skref í átt að persónulegum vexti. Að standa á krossgötum getur verið yfirþyrmandi, þar sem hver leið gæti borið með sér bæði áhættu og umbun, og óttinn við að taka „ranga“ ákvörðun getur haldið okkur á óbreyttum stað. Til dæmis gæti sá sem leitar að starfi staðið frammi fyrir vali á milli öruggrar stöðu með stöðugleika eða áhættusamara en spennandi tækifæris í nýrri starfsgrein á nýjum vettvangi. Sá sem íhugar áframhaldandi nám gæti velt fyrir sér hvort það sé þess virði að leggja tíma og fé í það. Eða sá sem þráir persónulegan vöxt gæti fundið fyrir togstreitu á milli þess að vera áfram í þægindarammanum eða taka umbreytandi skref með tilheyrandi óvissu. Hér eru nokkrar leiðir sem geta hjálpað við ákvarðanatökuna: Settu þér skýr markmið: Gefðu þér tíma til að skilgreina hvað þú raunverulega vilt. Eru forgangsatriðin þín stöðugleiki, áskorun, fjárhagslegt öryggi eða persónuleg ánægja? Þegar þú hefur skilgreint markmiðin þín, verður valið auðveldara. Skrifaðu kosti og galla: Settu niður kosti og galla hverrar leiðar fyrir sig. Þessi röklega nálgun getur gert valkostina skýrari. Leitaðu innblásturs: Leitaðu til fyrirmynda eða lestu um fólk sem hefur tekið svipaðar ákvarðanir. Reynsla þeirra getur varpað ljósi á þinn veg. Treystu innsæinu þínu: Stundum duga rök ekki ein og sér. Innsæi þitt getur verið lykillinn að því sem hentar þér best. Sjáðu fyrir þér hverja leið: Ímyndaðu þér hvern valkost, t.d. ár fram í tímann. Hver þeirra vekur mestan áhuga og spennu? Hver samræmist gildum þínum best? Fáðu álit: Ræddu hugsanir þínar við vini, fjölskyldu eða leiðbeinendur. Þeir gætu komið með sjónarhorn sem þú hefur ekki tekið eftir. Byrjaðu smátt: Ef hægt er, prófaðu einn valkost í minni mæli áður en þú skuldbindur þig að fullu. Til dæmis skráðu þig á námskeið áður en þú byrjar í námi, eða prófaðu t.d. verktakavinnu áður en þú skiptir um starfsvettvang. Fagnaðu ófullkomleikanum og lærðu af reynslunni: Engin ákvörðun er áhættulaus, og hver leið kennir okkur dýrmætan lærdóm. Treystu sjálfum þér og haltu áfram. Á krossgötum er mikilvægasta skrefið að taka eitt þeirra. Aðgerðir skapa skýrleika, og hver ákvörðun leiðir til vaxtar. Taktu áhættu, farðu út fyrir þægindarammann og treystu því að þú sért á réttri leið. Höfundur er sjálfstætt starfandi verkefnastjóri og nemandi í hugvíkkandi meðferðarfræðum (e. psychedelic therapy).
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun