Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2025 15:01 Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar