Enski boltinn

Sex­tán ára strákur í byrjunar­liði Liverpool í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ngumoha í leik með unglingaliði Liverpool þar sem hann hefur staðið sig mjög vel.
Rio Ngumoha í leik með unglingaliði Liverpool þar sem hann hefur staðið sig mjög vel. Getty/Nick Taylor

Liverpool fær D-deildarliðið Accrington Stanley í heimsókn á Anfield í dag í þriðju umferð enska bikarsins og þar fær ungur leikmaður tækifæri í framlínu Liverpool.

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað að velja hinn sextán ára gamla Rio Ngumoha í byrjunarliðið sitt.

Tyler Morton, annar ungur leikmaður, er einnig í byrjunarliðinu.

Ngumoha er fæddur árið 2008 og kom til Liverpool frá Chelsea síðasta sumar. Hann er að spila sinn fyrsta leik með aðalliðinu.

Þessi sautján ára enski landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli með unglingaliðum Liverpool í vetur og fær nú risastórt tækifæri.

Ngumoha verður í fremstu víglínu með þeim Diogo Jota og Darwin Núñez.

Slot hefur lykilmönnum frí í dag, leikmönnum eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Alisson Becker og Ryan Gravenberch.

Luis Díaz, Alexis Mac Allister og Andrew Robertson byrja allir á bekknum en Trent Alexander-Arnold kemur inn í byrjunarliðið fyrir Conor Bradley.

Byrjuanrlið Liverpool: Kelleher; Alexander-Arnold, Quansah, Endo, Tsimikas; Elliott, Szoboszlai, Morton; Jota, Nunez, Ngumoha

Varamenn: Jaros, Diaz, Mac Allister, Chiesa, Robertson, McConnell, Danns, Bradley, Nyoni.

Leikur Liverpool og Accrington Stanley hefst klukkan 12.15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×