Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 08:01 Vichai Srivaddhanaprabha var og er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Leicester. Hér er hans minnst eftir leik félagsins á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Fyrrum eigandi Leicester Vichai Srivaddhanaprabha lést í þyrluslysi við leikvang félagsins árið 2018. Nú ætlar fjölskylda Srivaddhanaprabha í mál við þyrlufyrirtækið og vill fá rúmlega 370 milljarða króna í skaðabætur. Banaslysið átti sér stað í október árið 2018. Um klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fór þyrla eigandans á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins í Leicester. Örskömmu síðar byrjaði vélin hins vegar að snúast í loftinu og hrapaði til jarðar á bílastæði utan við leikvanginn. Fimm létust í slysinu en Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og vann félagið enska meistaratitilinn gríðarlega óvænt tímabilið 2015-16 þegar Srivaddhanaprabha var eigandi. Nú hefur fjölskylda Srivaddhanaprabha hins vegar ákveðið að fara í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo sem framleiddi þyrluna. Á mánudag hefst rannsókn þar sem vitni að atvikinu, starfsfólk bráðaþjónustu og fulltrúar þyrlufyrirtækisins munu bera vitni fyrir kviðdómi. Skýrsla frá breskum flugmálayfirvöldum úrskurðaði árið 2023 að slysið hefði verið óumflýjanlegt eftir röð tæknilegra vandamála og þar kom sömuleiðis fram að flugmaður þyrlunnar hefði lítið getað gert til að bregðast við. Lögmaður Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar segir mikilvægt að allir notendur þyrlanna frá Leonardo-fyrirtækinu treysti þyrlum fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur krafist rúmlega tveggja milljarða punda í skaðabætur eða rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. „Við erum búin að skoða skýrsluna frá breskum flugmálayfirvöldum og skoðað í þaula hvernig við viljum bregðast við,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai. Talsmaður Leonardo segir að fyrirtækið muni berjast gegn skaðabótakröfu fjölskyldunnar. „Dauði þessa fólks var afar sorglegur. Leonardo eru meðvitaður um málsóknina og mun nú ákveða næstu skref í samráði við lögfræðinga og tryggingafélag okkar. Leonardo mun verjast þessum ásökunum.“ Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Banaslysið átti sér stað í október árið 2018. Um klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fór þyrla eigandans á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins í Leicester. Örskömmu síðar byrjaði vélin hins vegar að snúast í loftinu og hrapaði til jarðar á bílastæði utan við leikvanginn. Fimm létust í slysinu en Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og vann félagið enska meistaratitilinn gríðarlega óvænt tímabilið 2015-16 þegar Srivaddhanaprabha var eigandi. Nú hefur fjölskylda Srivaddhanaprabha hins vegar ákveðið að fara í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo sem framleiddi þyrluna. Á mánudag hefst rannsókn þar sem vitni að atvikinu, starfsfólk bráðaþjónustu og fulltrúar þyrlufyrirtækisins munu bera vitni fyrir kviðdómi. Skýrsla frá breskum flugmálayfirvöldum úrskurðaði árið 2023 að slysið hefði verið óumflýjanlegt eftir röð tæknilegra vandamála og þar kom sömuleiðis fram að flugmaður þyrlunnar hefði lítið getað gert til að bregðast við. Lögmaður Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar segir mikilvægt að allir notendur þyrlanna frá Leonardo-fyrirtækinu treysti þyrlum fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur krafist rúmlega tveggja milljarða punda í skaðabætur eða rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. „Við erum búin að skoða skýrsluna frá breskum flugmálayfirvöldum og skoðað í þaula hvernig við viljum bregðast við,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai. Talsmaður Leonardo segir að fyrirtækið muni berjast gegn skaðabótakröfu fjölskyldunnar. „Dauði þessa fólks var afar sorglegur. Leonardo eru meðvitaður um málsóknina og mun nú ákveða næstu skref í samráði við lögfræðinga og tryggingafélag okkar. Leonardo mun verjast þessum ásökunum.“
Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira