Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2025 08:49 Garðar Hannes Friðjónsson. EIK Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik. Þar segir að Garðar Hannes muni stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert sé að halda þann 10. apríl næstkomandi. Haft er eftir Garðari Hannesi að hann sé afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp félagið frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. „Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum. Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“ Í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi Þá er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, stjórnarformanni að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. „Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri. Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“ Vistaskipti Eik fasteignafélag Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik. Þar segir að Garðar Hannes muni stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert sé að halda þann 10. apríl næstkomandi. Haft er eftir Garðari Hannesi að hann sé afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp félagið frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. „Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum. Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“ Í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi Þá er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, stjórnarformanni að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. „Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri. Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“
Vistaskipti Eik fasteignafélag Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira