Viðskipti innlent

Þóra kveður Stöð 2

Árni Sæberg skrifar
Þóra Björg Clausen hefur verið dagskrárstjóri frá árinu 2020.
Þóra Björg Clausen hefur verið dagskrárstjóri frá árinu 2020. Sýn

Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún hefur starfað hjá Sýn í tíu ár og segir ákvörðunina ekki auðvelda. 

Frá þessu greinir Þóra á Facebook. „Þessi ákvörðun var síður en svo auðveld, en það er mín sannfæring að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímamótum. Maður minn, hvað það hefur verið gaman!“ segir hún.

Hún segist kveðja samstarfsmenn sína með söknuði og hugsi til þeirra verkefna sem hún hafi tekið þátt í að láta verða að veruleika og þeirra sem eru enn í farvatninu.

„Nú þegar ég klára mína síðustu mánuði hjá Sýn horfi ég björtum augum fram á veginn og efast ekki um að spennandi tækifæri leynist handan við hornið.“

Þóra er þriðji starfsmaður Stöðvar 2 sem ákveður að hætta það sem af er ári. Í síðustu viku var greint frá því að Eva Georgs. Ásudóttir, hefði samið um starfslok sem sjónvarpsstjóri og að Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefði ákveðið að hætta sem dagskrárgerðarmaður á stöðinni.

Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir

Sigrún Ósk kveður Stöð 2

Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum hjá Stöð 2 eftir sextán ára starf. Hún mun þó áfram vinna að nýrri þáttaröð sem fer í loftið á Stöð 2 eftir páska.

Sig­rún Ósk kveður Stöð 2

Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum hjá Stöð 2 eftir sextán ára starf. Hún mun þó áfram vinna að nýrri þáttaröð sem fer í loftið á Stöð 2 eftir páska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×