Lífið

Guð­rún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún breytti algjörlega um lífstíl.
Guðrún breytti algjörlega um lífstíl.

Nú eftir hátíðirnar eru margir með uppþemdan maga eftir jólaátið. Salt og sykurát og óhollustu.

Lífsstílsráðgjafinn, rithöfundurinn og námskeiðshaldarinn Guðrún Bergmann var ósátt við sinn uppþemda maga.

Vala Matt ræddi við hana í Íslandi í dag í síðustu viku. Hún kallar þar magann sinn fótboltann framan á sér og ákvað hún því að finna leið til að losna við hann.

Guðrún breytti mataræði sínu og tók ákveðin bætiefni og í dag er hún með sléttan maga og léttist í leiðinni um þónokkur kíló.

Guðrún hefur verið með vinsæl námskeið sem nefnast Hreint mataræði, undanfarin ár þar sem hún hefur kennt fólki að lækna ýmiss konar bólgur og verki og hversdags lífsstílssjúkdóma.

Nú er hún með ný námskeið með breyttum áherslum sem heita Meira en hreint, hreinsikúr og heilun fyrir meltingarveginn sem hefur algjörlega breytt hennar lífi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.