Jafnt í toppslagnum í Skíris­skógi

Mohamed Salah þandi ekki netmöskvana í kvöld.
Mohamed Salah þandi ekki netmöskvana í kvöld. /Liverpool FC/Getty Images

Topplið Liverpool náði aðeins jafntefli gegn Nottingham Forest sem er óvænt í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Forest gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool á Anfield fyrr á leiktíðinni. Gestirnir áttu því harma að hefna en voru hins vegar hálfsofandi í upphafi leiks og það nýtti heimamenn sér. Það voru aðeins sex mínútur liðnar þegar Anthony Elanga fann Chris Wood sem kom Forest yfir með sínu 13. marki á leiktíðinni. 

Staðan í Skírisskógi var 1-0 allt þangað til Arne Slot sendi þá Konstantinos Tsimikas og Diogo Jota inn af bekknum. Þeir voru varla komnir inn á völlinn þegar Jota var búinn að jafna metin eftir undirbúning Tsimikas. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur þó svo að Liverpool hafi fengið fjölda færa til að vinna leikinn. 

Liverpool er á toppi deildarinnar með 47 stig að loknum 21 leik. Forest er í 2. sæti með 41 stig eftir að hafa leikið leik meira.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira