Innherji

Ís­lenskir fjár­festar koma að fjár­mögnun á skráðu norsku líftækni­fyrir­tæki

Hörður Ægisson skrifar
Christer Valderhaug, forstjóri Arctic Bioscience, en líftæknifyrirtækið leitaði meðal annars til íslenskra fjárfesta þegar það kláraði jafnvirði nokkur hundruð milljóna króna fjármögnun í vikunni.
Christer Valderhaug, forstjóri Arctic Bioscience, en líftæknifyrirtækið leitaði meðal annars til íslenskra fjárfesta þegar það kláraði jafnvirði nokkur hundruð milljóna króna fjármögnun í vikunni.

Hópur íslenskra einkafjárfesta kemur að fjármögnun á Arctic Bioscience, skráð á hlutabréfamarkað í Noregi, með kaupum á breytanlegum skuldabréfum en líftæknifyrirtækið hefur sótt sér jafnvirði samtals hundruð milljóna íslenskra króna frá núverandi hluthöfum og nýjum fjárfestum. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað skarpt á markaði eftir að fjármögnunin var tryggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×