Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Dáleiðsluskóli Íslands 17. janúar 2025 08:30 Hulda Ólafsdóttir (til vinstri) og Matthildur Pálsdóttir eru klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Myndir af Huldu: Auðunn Níelsson. Myndir af Matthildi: Anton Brink. Hulda Ólafsdóttir og Matthildur Pálsdóttir eru báðar klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Hulda starfar á Akureyri en Matthildur á Selfossi. Þær eru spurðar hverjar þær séu: Hulda: „Ég er grafískur hönnuður og eigandi Hjartalags. Ég hef árum saman stundað sjálfsvinnu til að vinna úr erfiðum tímum í mínu lífi og unnið með öðrum sem markþjálfi, reikimeistari og heilari. Eftir námið hjá Dáleiðsluskóla Íslands er ég einnig klínískur dáleiðandi og sérfræðingur í Hugrænni endurforritun. Fyrirtækið mitt, Hjartalag, stofnaði ég í þeim tilgangi að breiða út hlýju, kærleika og alúð og hlúa að samstöðu, jákvæðni og andlegri uppbyggingu sem víðast í samfélaginu. Ég hef samið ógrynni af gullkornum sem hafa ratað víða og margar sögur hef ég fengið að heyra vegna þeirra. Sögur þessa fólks hafa verið mér hvatning til að gera meira, semja meira, gefa meira út. Nú síðast kom út stokkur með hundrað gullkornum sem eru hvatning til að hugsa og gera eitthvað fallegt sérhvern dag, bæði fyrir sig og aðra. Ég starfa jöfnum höndum við dáleiðslumeðferðir, hönnun og útgáfu.“ „Dáleiðslan kom bara upp í hendurnar á mér og áhugi á dáleiðslu var mikið að aukast á Íslandi og ég vildi prófa það," segir Matthildur Pálsdóttir.Mynd/Anton Brink. Matthildur: „Ég er hjúkrunarfræðingur til 40 ára og hef unnið sem slík á heilsugæslu, sjúkrahúsum og hjúkrunarheimili. Ég hef alla tíð verið búsett utan Reykjavíkur. Alin upp í Hafnarfirði og að hluta í Grundarfirði. Flutti á Kirkjubæjarklaustur og bjó þar í 21 ár og hef verið viðloðandi þar í vinnu við hjúkrun í nokkur ár síðan. Flutti síðan í Flóahrepp þar sem ég er enn. Er þriggja barna móðir og níu barna amma. Ég opnaði meðferðarstofu í Miðgarði á Selfossi fyrir allmörgum árum síðan og verð þar áfram.“ Hvers vegna fórst þú í dáleiðslunám ? Hulda: „Ég var búin að læra margt og hafði lokið framhaldsnámi í markþjálfun, en mér fannst mig vanta eitthvað meira og dýpra til að vinna með. Ég fór sjálf í dáleiðslu og Hugræna endurforritun og árangurinn var miklu meiri en ég átti von á. Eftir það var það auðveld ákvörðun að fara í Dáleiðsluskóla Íslands.“ Matthildur: „Ég hef verið búsett í dreifbýlinu alla tíð og þá oft þurft að hjálpa skjólstæðingum mínum með alls konar mál sem engin bjargráð voru til við í sveitinni. Þar byrjaði leit mín að námi eða einhverju fagi sem myndi leysa vanda fólksins í dreifðum byggðum þar sem lítið var um sérfræðiþjónustu sem þurfti. Ég tók námskeið hér og þar og diplómanám í nokkrum fögum sem ég taldi að myndu nýtast fólkinu mínu sem ég var að sinna. Ég hef verið að læra í tugi ára til að bæta við þekkingu mína og lærði þá aðallega í hinum svokallaða óhefðbundna geira. Ég leitaði lengi að aðferðum sem virkuðu fyrir allt og lærði t.d. heilsunudd, höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, austrænar nálastungur, reiki heilun, alþýðu grasalækningar, lifandis fæðis lífsstíl, ilmkjarnaolíufræði, lithimnu- og augnhvítufræði og L.I.F.E. system bioresonance tækni og ýmsar dáleiðsluaðferðir. Dáleiðslan kom bara upp í hendurnar á mér og áhugi á dáleiðslu var mikið að aukast á Íslandi og ég vildi prófa það. Ég hef sótt nokkur námskeið og á síðasta ári lauk ég svo námi í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun. Var ég þá komin á þann stað í námi, þar sem ég taldi mig ekki þurfa að leita lengur. Í dáleiðslunni fann ég svarið og lausnina til að bæta heilsuna, andlega og líkamlega líðan, styrkja sjálfsmyndina, losna við kvíða og áhyggjur, losna við fælni hvers konar, styrkja sig til að þora, geta og vilja. Það er svo margt sem hægt er að gera með dáleiðslu. Það besta við dáleiðslunámið var svo að það hjálpaði sjálfri mér líka.“ „Námið gaf mér dýpri sjálfsþekkingu, sem ég tel vera lykilinn að aukinni hamingju og vellíðan," segir Hulda Ólafsdóttir.Mynd/Auðunn Níelsson. Hverju breytti námið fyrir þig sjálfa? Hulda: „Ef ég horfi til baka á eigið líf, hvar ég var áður en ég hóf námið og skoða stöðu mína í dag þá myndi ég segja að líf mitt hafi tekið stakkaskiptum. Sjálfstraust mitt hefur vaxið mikið og ég á auðvelt með að gera hluti sem ég hefði áður ekki gert. Einnig er ég fljótari að átta mig á sjálfri mér og skilja ósjálfráð viðbrögð mín en þá greini ég fyrr hvað er að gerast og hvers vegna, og á þá auðveldara með að grípa í taumana eða vera sáttari því ég skil ástæðuna á bak við þau. Námið gaf mér dýpri sjálfsþekkingu, sem ég tel vera lykilinn að aukinni hamingju og vellíðan. Það veitti mér betri innsýn á eigið líf. Í Hjartalagi hef ég verið að styðja við aðra með því að skrifa jákvæðan boðskap og gefa út en er þá í svolítilli fjarlægð frá fólkinu. Námið gaf mér frábært verkfæri til að vinna með og tækifæri til að láta gott af mér leiða. Hugræn endurforritun gefur mér aðgang að innsta kjarna þeirra sem til mín leita. Mér finnst stórkostlegt að upplifa traustið sem mér er sýnt og um leið að geta gert svona mikið gagn.“ Matthildur: „Þar sem ég lærði dáleiðslu ásamt öllu öðru hér fyrrnefndu til að bæta þjónustu við skjólstæðinga mína, þá áttaði ég mig á því að ég sjálf þurfti virkilega á öllum þessum meðferðum að halda og fékk góða meðferð í náminu. Það sem virkaði best og dugði til langframa og þurfti ekki að endurtaka eftir x langan tíma var dáleiðslan. Hugræn endurforritun hreinsar vandann út og hann kemur ekki aftur. Mikil og góð orka kemur í staðin fyrir vandann sem fór. Þegar ég hugsa um allar þær meðferðir sem ég hef lært og fengið sjálf, þá er dáleiðslan það sem hefur hjálpað mér mest. Sjálfstraustið hefur aukist mikið, sem var ekki svo stórt þegar skoðað er til baka í áranna rás, ekki miðað við það sem það hefur aukist og er enn að aukast. Hugræn endurforritun hjálpaði mér að kynnast sjálfri mér, mínum innri manni og tilfinningum mínum og viðbrögðum við vandamálum. Ég fann fullt af lokuðum, niðurbældum tilfinningum alveg frá æsku og til dagsins í dag, sem ég vissi ekki að væru að trufla mig. Taldi mig búna að vinna úr því, en það sem ég hafði gert var að loka þær niður. Í náminu losnaði ég við þetta. Um leið á ég auðveldara með að skilja tilfinningar og viðbrögð annarra. Ég fann líka kosti mína og styrk sem höfðu ekki fengið að blómstra fyrr. Ég er miklu rólegri og yfirvegaðri og met aðstæður af skynsemi en ekki bara af tilfinningagosi. Að það sé hægt að losa niðurbældar, fastar tilfinningar allt aftur úr æsku og skilja þær og leyfa þeim að fara er frábær líðan. Að skilja að það sem var sagt við mann eða maður sjálfur skammast sín fyrir úr æsku þarf ekki að bera alla ævi. Það var þvílíkur léttir að losna úr þessari ánauð. Að vita að maður hefur sitt æðra sjálf og kynnast því og vita að hægt er að leita hjálpar hjá sínu eigin æðra sjálfi sem ég kalla æðri visku. Vitandi það og finna hve stórkostlega dáleiðsla hefur hjálpað mér í lífinu, gefur mér löngun til að deila því með öðrum, þeim til heilla. Hugræn endurforritun er svo toppurinn á tindinum. Hugræn endurforritun er einföld en ótrúlega öflug meðferð sem ég hef séð og fundið á eigin skinni að getur lagað það sem ekkert annað getur lagað. Eftir þetta nám hef ég ákveðið að snúa mér alfarið að dáleiðslumeðferð og Hugrænni endurforritun.“ „Það er stórkostlegt að geta hreyft við öðrum og upplifa þegar þeim gengur vel og ná árangri með dáleiðslu," segir Hulda Ólafsdóttir.Mynd/Auðunn Níelsson. Hvaða árangri hefur meðferðarstarfið skilað fyrir þína skjólstæðinga? Hulda: „Það er stórkostlegt að geta hreyft við öðrum og upplifa þegar þeim gengur vel og ná árangri með dáleiðslu. Það eru allra bestu verðlaunin fyrir mig. Eftir dáleiðslumeðferð áttar maður sig ekki alltaf á breytingum, þær geta verið að gerast smátt og smátt og jafnvel löngu seinna og stundum eru það aðrir sem benda manni á hvað hefur breyst. Maður er nefnilega ekki endilega að leita að einhverju vandamáli sem er horfið, enda engin ástæða til. Í framhaldsnáminu í dáleiðslu lærði ég Hugræna endurforritun sem er dáleiðsluaðferð og magnað verkfæri til að endurforrita sjálfan sig og aðra upp á nýtt t.d. til að breyta líðan og/eða eyða tilfinningum okkar á liðnum atburðum. Hugurinn okkar er nefnilega orka sem er síbreytileg og getum við því haft mikil áhrif á hvernig hún er. Í Hugrænni endurforritun förum við í að sleppa tökum af alls konar óþarfa drasli sem við höfum kannski verið að dragnast með í áratugi. Sem dæmi má nefna kynferðisofbeldi sem gerðist fyrir löngu síðan en tilfinningarnar varðandi það eru enn að gera manni lífið leitt. Mögulega hefur kvíði komið í kjölfarið og sambönd og tengsl orðið erfið. Að sleppa af því tökum gefur fólki jafnvel nýtt líf. Fólk þarf ekki upplifa atburðinn í huganum, það getur nægt að fá að eyða þessum tilfinningum huglægt, sleppa skömminni, sektarkenndinni, fyrirgefa, allt eftir því hvað hverjum og einum hentar. Skjólstæðingurinn ræður alltaf ferðinni og er alltaf við stjórnina, en mitt starf er að styðja við hann og leiða.“ „Allir sem koma úr dáleiðsluástandi tala um hve þeim líður vel og hve frábær tilfinning það er að fara í dáleiðslu," segir Matthildur Pálsdóttir.Mynd/Anton Brink. Matthildur: „Það er alveg sama hvert málefnið er sem skjólstæðingar mínir vilja fá hjálp við, þá gerist það í dáleiðslu að líkami og sál fá gífurlega mikla slökun, endurhleðslu á orku og vellíðan almennt. Taugakerfið allt verður slakara, vöðvaspenna, taugaspenna og ofurhugsanir slakna. Allir sem koma úr dáleiðsluástandi tala um hve þeim líður vel og hve frábær tilfinning það er að fara í dáleiðslu. Þau málefni sem ég hef hjálpað skjólstæðingum mínum með hafa öll leyst og erum við stundum hissa að það hafi tekist. Að ekki þurfi meira til en það sem við fórum í gegnum. Maður er svo vanur að það taki svo marga tíma til að ná árangri í meðferðum. Það á ekki við um Hugræna endurforritun. Ég hef bara góða reynslu af skjótum og góðum árangri þegar ég nota dáleiðslu í meðferðum.“ Hverjir gætu nýtt sér þessa meðferð? Hulda: „Dáleiðsla er leið fyrir flesta ef ekki alla til að bæta líf sitt á einn eða annan máta hvort sem það er til að vinna með áföll og andlega líðan eða til að auka sjálfstraust og ná árangri. Ég hef verið að fá til mín fólk frá 8-70 ára þar sem ég beiti í flestum tilvikum Hugrænni endurforritun. Hún hefur gagnast mínum skjólstæðingum afskaplega vel á mjög mörgum sviðum svo sem við kvíða, fóbíum, flughræðslu, skordýrahræðslu, vanmáttarkennd, áráttu- og þráhyggjuröskun, afleiðingum ofbeldis af ýmsu tagi, svefnvandamálum, meðvirkni, sektarkennd, sorg og svo við eflingu sjálfstrausts að ná betra jafnvægi og líðan. Maður þarf ekki að vera eitthvert „case“ til að fara í dáleiðslu, flest okkar lenda í áföllum á lífsleiðinni sem síðan hamla okkur á einn eða annan hátt án þess að við áttum okkur á því. Við lifum bara með þessum föstu tilfinningum og svo bregðumst við með því að vera pirruð, óþolinmóð, skapvond og döpur. Við hugsum kannski með okkur að þetta hafi engin áhrif, tökum þetta á kassann og höldum bara áfram. En svo kemur að því einn daginn að við vitum ekki hvernig við eigum að halda áfram, höfum rekist á vegg og skiljum ekkert í því. Þá er dáleiðslan verkfæri sem gagnast vel en best væri auðvitað að koma áður en það gerist. Hver og einn ætti að fara reglulega í dáleiðslu með það markmið að bæta eigin heilsu.“ Matthildur: „Það geta nánast allir nýtt sér að fara í dáleiðslu. Það er nánast alveg sama hve gamall maður er, hve mikið/lítið vandamálið er og þó maður sé lokaður fyrir möguleikum dáleiðslumeðferðar. Það bara gerist alltaf eitthvað gott í meðferðinni og stundum lagast fleira en það sem þú ætlaðist til að myndi lagast. Líkami og sál (dulvitundin) velja að byrja þar sem þarf fyrst. Hugræn endurforritun er svo breiðvirk meðferð að það er hægt að nota hana við allt mögulegt og ómögulegt. Það þurfa ekki að vera einhver stór áföll sem ástæða fyrir að fara í dáleiðslu, en það er ótrúlega auðvelt að vinna úr þeim. Það að fá t.d. vírussýkingu í líkamann er áfall fyrir og veldur líkamanum streitu. Þegar vírusinn er farinn getur streitan setið eftir án þess að maður geri sér grein fyrir ástæðunni. Mjög gott er að fara í dáleiðslu til að styrkja sjálfsmyndina, losna við hvers konar ótta eða hræðslu, hætta að reykja, borða hollt, léttast, losna við kvíða og áhyggjur, auka hugrekki, og margt, margt fleira. Dáleiðsla er notuð við svo ótalmörgu og ekki er búið að prófa allt, að ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á því að líða vel og komast í slökun, að þeir prófi tíma í Hugrænni endurforritun.“ Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 7. febrúar, 2025. Hægt er að bóka sig á daleidsla.is. Til að finna meðferðaraðila í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Huldu og Matthildi) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda. Heilsa Dáleiðsla Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
Þær eru spurðar hverjar þær séu: Hulda: „Ég er grafískur hönnuður og eigandi Hjartalags. Ég hef árum saman stundað sjálfsvinnu til að vinna úr erfiðum tímum í mínu lífi og unnið með öðrum sem markþjálfi, reikimeistari og heilari. Eftir námið hjá Dáleiðsluskóla Íslands er ég einnig klínískur dáleiðandi og sérfræðingur í Hugrænni endurforritun. Fyrirtækið mitt, Hjartalag, stofnaði ég í þeim tilgangi að breiða út hlýju, kærleika og alúð og hlúa að samstöðu, jákvæðni og andlegri uppbyggingu sem víðast í samfélaginu. Ég hef samið ógrynni af gullkornum sem hafa ratað víða og margar sögur hef ég fengið að heyra vegna þeirra. Sögur þessa fólks hafa verið mér hvatning til að gera meira, semja meira, gefa meira út. Nú síðast kom út stokkur með hundrað gullkornum sem eru hvatning til að hugsa og gera eitthvað fallegt sérhvern dag, bæði fyrir sig og aðra. Ég starfa jöfnum höndum við dáleiðslumeðferðir, hönnun og útgáfu.“ „Dáleiðslan kom bara upp í hendurnar á mér og áhugi á dáleiðslu var mikið að aukast á Íslandi og ég vildi prófa það," segir Matthildur Pálsdóttir.Mynd/Anton Brink. Matthildur: „Ég er hjúkrunarfræðingur til 40 ára og hef unnið sem slík á heilsugæslu, sjúkrahúsum og hjúkrunarheimili. Ég hef alla tíð verið búsett utan Reykjavíkur. Alin upp í Hafnarfirði og að hluta í Grundarfirði. Flutti á Kirkjubæjarklaustur og bjó þar í 21 ár og hef verið viðloðandi þar í vinnu við hjúkrun í nokkur ár síðan. Flutti síðan í Flóahrepp þar sem ég er enn. Er þriggja barna móðir og níu barna amma. Ég opnaði meðferðarstofu í Miðgarði á Selfossi fyrir allmörgum árum síðan og verð þar áfram.“ Hvers vegna fórst þú í dáleiðslunám ? Hulda: „Ég var búin að læra margt og hafði lokið framhaldsnámi í markþjálfun, en mér fannst mig vanta eitthvað meira og dýpra til að vinna með. Ég fór sjálf í dáleiðslu og Hugræna endurforritun og árangurinn var miklu meiri en ég átti von á. Eftir það var það auðveld ákvörðun að fara í Dáleiðsluskóla Íslands.“ Matthildur: „Ég hef verið búsett í dreifbýlinu alla tíð og þá oft þurft að hjálpa skjólstæðingum mínum með alls konar mál sem engin bjargráð voru til við í sveitinni. Þar byrjaði leit mín að námi eða einhverju fagi sem myndi leysa vanda fólksins í dreifðum byggðum þar sem lítið var um sérfræðiþjónustu sem þurfti. Ég tók námskeið hér og þar og diplómanám í nokkrum fögum sem ég taldi að myndu nýtast fólkinu mínu sem ég var að sinna. Ég hef verið að læra í tugi ára til að bæta við þekkingu mína og lærði þá aðallega í hinum svokallaða óhefðbundna geira. Ég leitaði lengi að aðferðum sem virkuðu fyrir allt og lærði t.d. heilsunudd, höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, austrænar nálastungur, reiki heilun, alþýðu grasalækningar, lifandis fæðis lífsstíl, ilmkjarnaolíufræði, lithimnu- og augnhvítufræði og L.I.F.E. system bioresonance tækni og ýmsar dáleiðsluaðferðir. Dáleiðslan kom bara upp í hendurnar á mér og áhugi á dáleiðslu var mikið að aukast á Íslandi og ég vildi prófa það. Ég hef sótt nokkur námskeið og á síðasta ári lauk ég svo námi í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun. Var ég þá komin á þann stað í námi, þar sem ég taldi mig ekki þurfa að leita lengur. Í dáleiðslunni fann ég svarið og lausnina til að bæta heilsuna, andlega og líkamlega líðan, styrkja sjálfsmyndina, losna við kvíða og áhyggjur, losna við fælni hvers konar, styrkja sig til að þora, geta og vilja. Það er svo margt sem hægt er að gera með dáleiðslu. Það besta við dáleiðslunámið var svo að það hjálpaði sjálfri mér líka.“ „Námið gaf mér dýpri sjálfsþekkingu, sem ég tel vera lykilinn að aukinni hamingju og vellíðan," segir Hulda Ólafsdóttir.Mynd/Auðunn Níelsson. Hverju breytti námið fyrir þig sjálfa? Hulda: „Ef ég horfi til baka á eigið líf, hvar ég var áður en ég hóf námið og skoða stöðu mína í dag þá myndi ég segja að líf mitt hafi tekið stakkaskiptum. Sjálfstraust mitt hefur vaxið mikið og ég á auðvelt með að gera hluti sem ég hefði áður ekki gert. Einnig er ég fljótari að átta mig á sjálfri mér og skilja ósjálfráð viðbrögð mín en þá greini ég fyrr hvað er að gerast og hvers vegna, og á þá auðveldara með að grípa í taumana eða vera sáttari því ég skil ástæðuna á bak við þau. Námið gaf mér dýpri sjálfsþekkingu, sem ég tel vera lykilinn að aukinni hamingju og vellíðan. Það veitti mér betri innsýn á eigið líf. Í Hjartalagi hef ég verið að styðja við aðra með því að skrifa jákvæðan boðskap og gefa út en er þá í svolítilli fjarlægð frá fólkinu. Námið gaf mér frábært verkfæri til að vinna með og tækifæri til að láta gott af mér leiða. Hugræn endurforritun gefur mér aðgang að innsta kjarna þeirra sem til mín leita. Mér finnst stórkostlegt að upplifa traustið sem mér er sýnt og um leið að geta gert svona mikið gagn.“ Matthildur: „Þar sem ég lærði dáleiðslu ásamt öllu öðru hér fyrrnefndu til að bæta þjónustu við skjólstæðinga mína, þá áttaði ég mig á því að ég sjálf þurfti virkilega á öllum þessum meðferðum að halda og fékk góða meðferð í náminu. Það sem virkaði best og dugði til langframa og þurfti ekki að endurtaka eftir x langan tíma var dáleiðslan. Hugræn endurforritun hreinsar vandann út og hann kemur ekki aftur. Mikil og góð orka kemur í staðin fyrir vandann sem fór. Þegar ég hugsa um allar þær meðferðir sem ég hef lært og fengið sjálf, þá er dáleiðslan það sem hefur hjálpað mér mest. Sjálfstraustið hefur aukist mikið, sem var ekki svo stórt þegar skoðað er til baka í áranna rás, ekki miðað við það sem það hefur aukist og er enn að aukast. Hugræn endurforritun hjálpaði mér að kynnast sjálfri mér, mínum innri manni og tilfinningum mínum og viðbrögðum við vandamálum. Ég fann fullt af lokuðum, niðurbældum tilfinningum alveg frá æsku og til dagsins í dag, sem ég vissi ekki að væru að trufla mig. Taldi mig búna að vinna úr því, en það sem ég hafði gert var að loka þær niður. Í náminu losnaði ég við þetta. Um leið á ég auðveldara með að skilja tilfinningar og viðbrögð annarra. Ég fann líka kosti mína og styrk sem höfðu ekki fengið að blómstra fyrr. Ég er miklu rólegri og yfirvegaðri og met aðstæður af skynsemi en ekki bara af tilfinningagosi. Að það sé hægt að losa niðurbældar, fastar tilfinningar allt aftur úr æsku og skilja þær og leyfa þeim að fara er frábær líðan. Að skilja að það sem var sagt við mann eða maður sjálfur skammast sín fyrir úr æsku þarf ekki að bera alla ævi. Það var þvílíkur léttir að losna úr þessari ánauð. Að vita að maður hefur sitt æðra sjálf og kynnast því og vita að hægt er að leita hjálpar hjá sínu eigin æðra sjálfi sem ég kalla æðri visku. Vitandi það og finna hve stórkostlega dáleiðsla hefur hjálpað mér í lífinu, gefur mér löngun til að deila því með öðrum, þeim til heilla. Hugræn endurforritun er svo toppurinn á tindinum. Hugræn endurforritun er einföld en ótrúlega öflug meðferð sem ég hef séð og fundið á eigin skinni að getur lagað það sem ekkert annað getur lagað. Eftir þetta nám hef ég ákveðið að snúa mér alfarið að dáleiðslumeðferð og Hugrænni endurforritun.“ „Það er stórkostlegt að geta hreyft við öðrum og upplifa þegar þeim gengur vel og ná árangri með dáleiðslu," segir Hulda Ólafsdóttir.Mynd/Auðunn Níelsson. Hvaða árangri hefur meðferðarstarfið skilað fyrir þína skjólstæðinga? Hulda: „Það er stórkostlegt að geta hreyft við öðrum og upplifa þegar þeim gengur vel og ná árangri með dáleiðslu. Það eru allra bestu verðlaunin fyrir mig. Eftir dáleiðslumeðferð áttar maður sig ekki alltaf á breytingum, þær geta verið að gerast smátt og smátt og jafnvel löngu seinna og stundum eru það aðrir sem benda manni á hvað hefur breyst. Maður er nefnilega ekki endilega að leita að einhverju vandamáli sem er horfið, enda engin ástæða til. Í framhaldsnáminu í dáleiðslu lærði ég Hugræna endurforritun sem er dáleiðsluaðferð og magnað verkfæri til að endurforrita sjálfan sig og aðra upp á nýtt t.d. til að breyta líðan og/eða eyða tilfinningum okkar á liðnum atburðum. Hugurinn okkar er nefnilega orka sem er síbreytileg og getum við því haft mikil áhrif á hvernig hún er. Í Hugrænni endurforritun förum við í að sleppa tökum af alls konar óþarfa drasli sem við höfum kannski verið að dragnast með í áratugi. Sem dæmi má nefna kynferðisofbeldi sem gerðist fyrir löngu síðan en tilfinningarnar varðandi það eru enn að gera manni lífið leitt. Mögulega hefur kvíði komið í kjölfarið og sambönd og tengsl orðið erfið. Að sleppa af því tökum gefur fólki jafnvel nýtt líf. Fólk þarf ekki upplifa atburðinn í huganum, það getur nægt að fá að eyða þessum tilfinningum huglægt, sleppa skömminni, sektarkenndinni, fyrirgefa, allt eftir því hvað hverjum og einum hentar. Skjólstæðingurinn ræður alltaf ferðinni og er alltaf við stjórnina, en mitt starf er að styðja við hann og leiða.“ „Allir sem koma úr dáleiðsluástandi tala um hve þeim líður vel og hve frábær tilfinning það er að fara í dáleiðslu," segir Matthildur Pálsdóttir.Mynd/Anton Brink. Matthildur: „Það er alveg sama hvert málefnið er sem skjólstæðingar mínir vilja fá hjálp við, þá gerist það í dáleiðslu að líkami og sál fá gífurlega mikla slökun, endurhleðslu á orku og vellíðan almennt. Taugakerfið allt verður slakara, vöðvaspenna, taugaspenna og ofurhugsanir slakna. Allir sem koma úr dáleiðsluástandi tala um hve þeim líður vel og hve frábær tilfinning það er að fara í dáleiðslu. Þau málefni sem ég hef hjálpað skjólstæðingum mínum með hafa öll leyst og erum við stundum hissa að það hafi tekist. Að ekki þurfi meira til en það sem við fórum í gegnum. Maður er svo vanur að það taki svo marga tíma til að ná árangri í meðferðum. Það á ekki við um Hugræna endurforritun. Ég hef bara góða reynslu af skjótum og góðum árangri þegar ég nota dáleiðslu í meðferðum.“ Hverjir gætu nýtt sér þessa meðferð? Hulda: „Dáleiðsla er leið fyrir flesta ef ekki alla til að bæta líf sitt á einn eða annan máta hvort sem það er til að vinna með áföll og andlega líðan eða til að auka sjálfstraust og ná árangri. Ég hef verið að fá til mín fólk frá 8-70 ára þar sem ég beiti í flestum tilvikum Hugrænni endurforritun. Hún hefur gagnast mínum skjólstæðingum afskaplega vel á mjög mörgum sviðum svo sem við kvíða, fóbíum, flughræðslu, skordýrahræðslu, vanmáttarkennd, áráttu- og þráhyggjuröskun, afleiðingum ofbeldis af ýmsu tagi, svefnvandamálum, meðvirkni, sektarkennd, sorg og svo við eflingu sjálfstrausts að ná betra jafnvægi og líðan. Maður þarf ekki að vera eitthvert „case“ til að fara í dáleiðslu, flest okkar lenda í áföllum á lífsleiðinni sem síðan hamla okkur á einn eða annan hátt án þess að við áttum okkur á því. Við lifum bara með þessum föstu tilfinningum og svo bregðumst við með því að vera pirruð, óþolinmóð, skapvond og döpur. Við hugsum kannski með okkur að þetta hafi engin áhrif, tökum þetta á kassann og höldum bara áfram. En svo kemur að því einn daginn að við vitum ekki hvernig við eigum að halda áfram, höfum rekist á vegg og skiljum ekkert í því. Þá er dáleiðslan verkfæri sem gagnast vel en best væri auðvitað að koma áður en það gerist. Hver og einn ætti að fara reglulega í dáleiðslu með það markmið að bæta eigin heilsu.“ Matthildur: „Það geta nánast allir nýtt sér að fara í dáleiðslu. Það er nánast alveg sama hve gamall maður er, hve mikið/lítið vandamálið er og þó maður sé lokaður fyrir möguleikum dáleiðslumeðferðar. Það bara gerist alltaf eitthvað gott í meðferðinni og stundum lagast fleira en það sem þú ætlaðist til að myndi lagast. Líkami og sál (dulvitundin) velja að byrja þar sem þarf fyrst. Hugræn endurforritun er svo breiðvirk meðferð að það er hægt að nota hana við allt mögulegt og ómögulegt. Það þurfa ekki að vera einhver stór áföll sem ástæða fyrir að fara í dáleiðslu, en það er ótrúlega auðvelt að vinna úr þeim. Það að fá t.d. vírussýkingu í líkamann er áfall fyrir og veldur líkamanum streitu. Þegar vírusinn er farinn getur streitan setið eftir án þess að maður geri sér grein fyrir ástæðunni. Mjög gott er að fara í dáleiðslu til að styrkja sjálfsmyndina, losna við hvers konar ótta eða hræðslu, hætta að reykja, borða hollt, léttast, losna við kvíða og áhyggjur, auka hugrekki, og margt, margt fleira. Dáleiðsla er notuð við svo ótalmörgu og ekki er búið að prófa allt, að ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á því að líða vel og komast í slökun, að þeir prófi tíma í Hugrænni endurforritun.“ Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 7. febrúar, 2025. Hægt er að bóka sig á daleidsla.is. Til að finna meðferðaraðila í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Huldu og Matthildi) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda.
Heilsa Dáleiðsla Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira