Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2025 11:18 SÁS hvetja til þess að fólk sem leggst gegn rekstri Háskóla Íslands á spilakössum bjóði sig fram til rektors. Vísir/Vilhelm Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, vegna rektorskjörs sem fram fer í Háskóla Íslands í apríl, en framboðsfrestur er til loka janúar. Þar segir að áskorun samtakanna sé tvíþætt: „1) Samtökin hvetja til framboðs einstaklinga sem afdráttarlaust eru þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi að hætta að reiða sig á fjármuni aflað er á kostnað spilafíkla með rekstri spilakassa. 2) Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur á kjörskrá eru hvattir til að kynna sér hug frambjóðenda til þeirrar staðreyndar að Háskóli Íslands rekur spilavíti sem óvéfengjanlega hafa lagt líf einstaklinga og fjölskyldna í rúst.“ Munu ganga á frambjóðendur Forsvarsmenn samtakanna segja að gengið verði eftir svörum frá frambjóðendum um afstöðu þeirra til málsins. Samtökin segja þá fjölda starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands hafa hvatt til þess að látið verði af „þessari ósiðlegu starfsemi“. Nefnd á vegum háskólans hafi nýlega komist að afgerandi niðurstöðu um að breytingu verði að gera á starfseminni strax, en þeirri niðurstöðu „virðist hafa verið stungið undir stól“. „Illa fengið fé“ renni til háskólans „Þá má einnig minna á að yfirgripsmikil skoðanakönnun á vegum Gallup fyrir nokkrum misserum gaf til kynna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur rekstri spilakassa og spilavíta og vill að þeim verði lokað,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða könnun frá árinu 2020 sem gerð var eftir að spilakassar voru opnaðir á nýjan leik, eftir að hafa verið lokaðir vegna Covid-faraldursins. Þá segir í niðurlagi tilkynningarinnar að ætla mætti að æðsta menntastofnun þjóðarinnar sæi sóma sinn í því að láta af rekstri spilakassa „sem færir henni illa fengið fé auk þess að hafa milligöngu um að greiddar séu háar upphæðir til erlendra spilavítisfyrirtækja sem leigja Happdrætti Háskóla Íslands vélarnar“. Háskólar Fjárhættuspil Skóla- og menntamál Fíkn Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, vegna rektorskjörs sem fram fer í Háskóla Íslands í apríl, en framboðsfrestur er til loka janúar. Þar segir að áskorun samtakanna sé tvíþætt: „1) Samtökin hvetja til framboðs einstaklinga sem afdráttarlaust eru þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi að hætta að reiða sig á fjármuni aflað er á kostnað spilafíkla með rekstri spilakassa. 2) Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur á kjörskrá eru hvattir til að kynna sér hug frambjóðenda til þeirrar staðreyndar að Háskóli Íslands rekur spilavíti sem óvéfengjanlega hafa lagt líf einstaklinga og fjölskyldna í rúst.“ Munu ganga á frambjóðendur Forsvarsmenn samtakanna segja að gengið verði eftir svörum frá frambjóðendum um afstöðu þeirra til málsins. Samtökin segja þá fjölda starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands hafa hvatt til þess að látið verði af „þessari ósiðlegu starfsemi“. Nefnd á vegum háskólans hafi nýlega komist að afgerandi niðurstöðu um að breytingu verði að gera á starfseminni strax, en þeirri niðurstöðu „virðist hafa verið stungið undir stól“. „Illa fengið fé“ renni til háskólans „Þá má einnig minna á að yfirgripsmikil skoðanakönnun á vegum Gallup fyrir nokkrum misserum gaf til kynna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur rekstri spilakassa og spilavíta og vill að þeim verði lokað,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða könnun frá árinu 2020 sem gerð var eftir að spilakassar voru opnaðir á nýjan leik, eftir að hafa verið lokaðir vegna Covid-faraldursins. Þá segir í niðurlagi tilkynningarinnar að ætla mætti að æðsta menntastofnun þjóðarinnar sæi sóma sinn í því að láta af rekstri spilakassa „sem færir henni illa fengið fé auk þess að hafa milligöngu um að greiddar séu háar upphæðir til erlendra spilavítisfyrirtækja sem leigja Happdrætti Háskóla Íslands vélarnar“.
Háskólar Fjárhættuspil Skóla- og menntamál Fíkn Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56