Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Ísleifur hafi undanfarin ár starfað sem sölustjóri hjá Origo ehf. og leitt sölustarf þess, ásamt því að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum tengt stjórnun og stefnumótun.
Hann stundaði og lauk BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá University of Alabama in Huntsville í Bandaríkjunum og Háskóla Íslands.
Um Ofar segir að það hafi áður borið nafnið Origo Lausnir og styðji við fyrirtæki, stofnanir og endursöluaðila með besta mögulega tölvu, tæknibúnaði og lausnum á markaði og eigi rætur sínar að rekja til Skrifstofuvéla og IBM á Íslandi, Nýherja sem síðar varð svo Origo.