Lífið samstarf

Góð til­finning að endur­heimta styrkinn

Osteostrong og Drífa Viðarsdóttir
Ásgeir Þór Árnason greindist með Lewy Body sjúkdóminn fyrir tæpum tveimur árum, þá aðeins 66 ára gamall. Hann finnur mikinn mun á sér eftir að hann fór að stunda Osteostrong.
Ásgeir Þór Árnason greindist með Lewy Body sjúkdóminn fyrir tæpum tveimur árum, þá aðeins 66 ára gamall. Hann finnur mikinn mun á sér eftir að hann fór að stunda Osteostrong. Ernir

Ásgeir Þór Árnason hefur mætt reglubundið í Osteostrong einu sinni í viku í tvö ár.

„Það er fastur liður í vikunni að mæta í Ögurhvarfið. Mér finnst það alveg ómissandi, enda er viðmót starfsfólksins einstakt. Alveg til fyrirmyndar. Hver perlan á fætur annarri tekur á móti manni brosandi og er greinilega annt um mann. Það er lykilatriði að fólk prófi OsteoStrong og mæti með jákvæðu hugarfari í frían prufutíma til að sjá út á hvað þetta gengur. Vera ekki með fyrirfram ákveðnar skoðanir. Þetta virkar fyrir mig,“ segir Ásgeir.

Æfingarnar leyna á sér

„Ég er handviss um að æfingarnar hjá Osteostrong geri mér gott. Þó æfingarnar virðist ekki mjög erfiðar eða krefjandi í byrjun, þá leyna þær á sér. Ég finn á sjálfum mér að þær hafa jákvæð áhrif og eftir hverja æfingu fer ég brosandi út með betra jafnvægi og stöðugari. Ég er einnig sannfærður um að æfingarnar hægi á þróun sjúkdóms sem ég er með,“ segir Ásgeir sem greindist með Lewy Body sjúkdóminn fyrir tæpum tveimur árum, þá aðeins 66 ára gamall. Lewy Body er algengur heilabilunarsjúkdómur sem oft sameinar einkenni Alzheimer og Parkinson.

Ásgeir mælir með því að fólk mæti með jákvæðu hugarfari í frían prufutíma hjá Osteostrong til að sjá út á hvað þetta gengur.Ernir

„Eftir að ég var greindur með Lewy Body-sjúkdóminn varð ég enn staðráðnari í því að halda áfram að mæta í Osteostrong og ég þakklátur fyrir að líkaminn sé ekki að versna. Það gefur mér von og bætir lífsgæðin til muna“ bætir hann við.

Þakklátur fyrir að vera á lífi

Ásgeir er lærður húsasmiður og starfaði meðal annars í innréttingardeildinni í Húsasmiðjunni við Skútuvog. Eftir sviplegt hjartaáfall árið 1992 og endurhæfingu hjá HL- stöðinni, endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, gerðist hann virkur í félagsstarfi samtakanna og tók að sér ýmiss störf sem sjálfboðaliði stöðvarinnar. Árið 2012 tók Ásgeir við sem framkvæmdarstjóri Hjartaheilla og starfaði þar uns hann lauk sinni starfsævi árið 2021.

„Ég var aðeins 35 ára þegar ég fékk hjartaáfall og á tímabili var mér vart hugað líf. Það kom algjörlega aftan að mér, því ég var ekki í yfirþyngd, stundaði íþróttir og hafði úthald á við fermingardreng. 

Hins vegar reykti ég mikið á þeim tíma, sem hafði augljóslega áhrif. Lengi vel var ástandið mjög alvarlegt. Ég er því óendanlega þakklátur fyrir að vera á lífi.

Klæðskerasniðið fyrir mig

Þó Ásgeir hafi stundað hreyfingu reglulega í gegnum tíðina segir hann að almenn líkamsrækt á líkamsræktarstöðvum hafi aldrei heillað hann.

„Nei, líkamsrækt í ræktinni hefur aldrei hentað mér. Það fyrirkomulag með tilheyrandi hávaða, læti og illa lyktandi búningsklefum og því sem fylgir hefur aldrei verið fyrir mig.“ Hann bætir við að það sé mikill munur að þurfa ekki lengur að skipuleggja daginn í kringum rúmlega klukkutíma æfingar.

„Nú mæti ég í 20 mínútur í senn, einu sinni í viku og það gerir upplifunina miklu betri og skemmtilegri. Eftir hvern tíma finn ég að ég hef tekið vel á. Æfingarnar gera mér gott og skrokkurinn er allur betri langt fram eftir vikunni. Ég myndi því segja að þetta æfingakerfi sé algjörlega klæðskerasniðið að mér og minni getu“ segir Ásgeir og er greinilega ánægður með það fyrirkomulag sem hann hefur fundið sér.

Ásgeir var aldrei mikið fyrir að mæta "í ræktina" en segir æfingakerfi Osteostrong eins og klæðskerasniðið fyrir hann.Ernir

Aukið jafnvægi og meiri styrkur

„Æfingarnar sem maður gerir í tækjunum gera greinilega gagn. Fljótlega eftir að ég byrjaði í Ostestrong fann ég mun á mér. Ég var orðinn óöruggur á göngu og dettinn. Með jafnvægisæfingunum hjá Osteostrong hefur það lagast til muna. 

Ég þarf ekki á eins mikið á hjálp að halda eins og ég þurfti fyrir ári. Svo ég tali ekki um styrkinn bæði í höndum og fótum. 

Mér finnst ég vera að endurheimta styrkinn til baka og það er mjög góð tilfinning. Til dæmis var hægra hnéð farið að vera til trafala með tilheyrandi braki og smellum, en í dag heyrist ekki því„ segir Ásgeir og er staðinn upp. „Ég væri ekki að sveifla ónýtum fæti fram og til baka eins og þú sérð mig gera - það brakar ekki einu sinni í honum!“ segir Ásgeir glaðhlakkalegur.

Jákvætt hugarfar skiptir miklu máli

Þó Ásgeir sé hættur að vinna situr hann ekki auðum höndum. Hann er með vinnuaðstöðu þar sem hann bæði málar og sker út hvert listaverkið af fætur öðru í tré og viðarplatta. „Segja má að ég sé Frístundafræðingur á launum hjá sjálfum mér! Þetta áhugamál hefur gefið mér mikið. Ég er alltaf með hugann við hvaða verk ég ætli að gera næst og það heldur mér á tánum. Ég er þá ekki að velta mér upp úr Lewy body eða öðrum leiðindum á meðan. Þetta er því mikil hugarleikfimi og geðrækt sem er jafn nauðsynleg og önnur líkamsrækt,“ segir Ásgeir sem ætlar að skella sér í vinnugallann og drífa sig á vinnustofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.