Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar 17. janúar 2025 08:30 Eftir japl og jaml og fuður hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að keyra á snjódekkjum á landsfund og þar verður kosinn nýr formaður. Þá segir fólk ekki lengur Bjarni er, heldur Bjarni var. Stórir atburðir móta gjarnan tímatal trúarhreyfinga. Fyrir eða eftir flótta Múhameðs frá Mekka, fyrir eða eftir Kristsburð, fyrir eða eftir Bjarna Ben. Verður gott að minnast hans? Þeir sem eiga stóra bankabók eða fiska í sjónum munu hugsa til hans með hlýju. Eigi maður hvorugt, er gott að minnast Bjarna fyrir það að hann var skýr maður, las heima, mætti undirbúinn í sjónvarpsfréttirnar og skildi umræðuefnin. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hans. Til hvers ætlaðist flokkurinn af Bjarna? Sjálfstæðisflokkurinn er valdafíkill. Til valda var flokkurinn borinn og barnfæddur og á völdum nærist hann. Hinir innmúruðu eigendur hans ætlast til að fulltrúar þeirra sitji alltaf við borðið, helst borðsendann. Það er skiljanlegt, því í áratugi hafa ítök hans í íslensku þjóðlífi verið allt um grípandi. Hann hefur haft húsvarðarlykil að öllum kontórum ríkisvaldsins, stærstu fyrirtækjum og samtökum atvinnuveganna. Í stjórnarandstöðu verða þingmenn hans því eirðarlausir eins og villidýr í búri, grimmir eins og tígrisdýr á amfetamíni, og ráðast á allt sem hreyfist. Dagskipanin er að sýna að án þeirra í valdastólum fari allt í vaskinn. Stóð Bjarni undir væntingum? Bjarni varð formaður í mars 2009 og í kosningum mánuði síðar fékk flokkurinn aðeins 24%. Síðan var kosið 2013 og þá komst flokkurinn að stjórnarborðinu og var þar óslitið þar til í desember sl, rúm 11 ár. Við borðsendann var Bjarni þó ekki lengi. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna átti sér ekki bjarta framtíð. Hún entist aðeins í 10 mánuði. Aftur settist hann við endann í apríl sl og þar var hann í tæpa níu mánuði. En þótt glæsilegt sé að vera forsætisráðherra, er það líka óttalegt amstur. Fjármálaráðuneytið nýttist honum miklu betur til hagsmunagæslunnar, enda var hann þar lengst af. En hvað með fylgið? Fyrir Bjarna var sú tíðin að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosningum mældist yfirleitt í námunda við líkamshita spendýra. Eftir Bjarna fór það hins vegar aldrei yfir 30 og nú síðast undir 20. Undir Davíð Oddssyni fékk flokkurinn stundum sótthita og fór upp í 41 gráðu í kosningunum 1999. Davíð dreymir gjarnan um þessa gömlu, góðu daga og vaknar þá upp í svitakófi og rekur hornin leynt og ljóst í Bjarna. Í kosningunum 2007 lék allt í lyndi. Flokkurinn fékk 37% undir stjórn Geirs Haarde en þegar kosið var næst 2009 fékk hann aðeins 24% undir stjórn Bjarna. En var fylgishrunið Bjarna að kenna? Fylgi Sjálfstæðisflokksins er ekki það eina sem hrundi á þessu tímabili. Bankarnir hrundu haustið 2008, krónan hrundi og traustið hrundi. Sjálfstæðisflokkurinn var á kafi í hrunadansinum með forsætis- og fjármálaráðherra. Bjarni dansaði líka með vafningana sína. Í október 2008 reyndi Geir að fá Guð til að blessa Ísland en það gekk ekki og heilög Jóhanna tók við stjórninni í febrúar 2009. í mars tók Bjarni svo við flokknum. Tæpum mánuði síðar voru kosningar og Bjarni lenti í kaldri sturtu, 24%. Rótarslit. Hrapið úr 40% fylgi í 20% á tveimur áratugum er ekki Bjarna einum að kenna. Hann hann var starfsmaður á plani, að gera það sem flokkurinn ætlaðist til. Tapið er flokknum að kenna. Hann kallaði sig eitt sinn „flokk allra stétta“. Fátækt fólk kaus flokkinn og hófsemdarmenn innan hans reyndu sumir að gæta hagsmuna þess. Talsmenn hans gátu talað á bylgjulengd sem náði eyrum fjöldans eins og 40 prósentin bera vott um. Þar voru verkalýðsforingjar eins og Pétur sjómaður og Magnús L. Sveinsson og löng stjórnarsambúð við Alþýðuflokkinn mýkti ásýnd hans. Þessar rætur hafa löngu slitnað. Ein helsta uppspretta pólitískra hugmynda flokksins er Viðskiptaráð Íslands. Þegar Morgunblaðið spurði nýráðinn framkvæmdastjóra þess rétt fyrir áramót hvaða lögum hann myndi breyta ef hann væri einráður í einn dag, svaraði hann: “Fjárlögum. Ég myndi vilja lækka opinber útgjöld um hundruð milljarða.” Þegar flokksmenn voru um líkt leyti að bollaleggja um hugsanlega arftaka Bjarna voru fyrrverandi og núverandi talsmenn samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í sjávarútvegi í efstu sætum, en þeim nægja tæpast fingur annarrar handar til að telja milljónirnar í launaumslaginu. Til að verða fjöldahreyfing aftur þyrfti flokkurinn annars konar hugmyndafræði og annars konar forystu. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í Bandalagi jafnaðarmanna og Alþýðuflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eftir japl og jaml og fuður hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að keyra á snjódekkjum á landsfund og þar verður kosinn nýr formaður. Þá segir fólk ekki lengur Bjarni er, heldur Bjarni var. Stórir atburðir móta gjarnan tímatal trúarhreyfinga. Fyrir eða eftir flótta Múhameðs frá Mekka, fyrir eða eftir Kristsburð, fyrir eða eftir Bjarna Ben. Verður gott að minnast hans? Þeir sem eiga stóra bankabók eða fiska í sjónum munu hugsa til hans með hlýju. Eigi maður hvorugt, er gott að minnast Bjarna fyrir það að hann var skýr maður, las heima, mætti undirbúinn í sjónvarpsfréttirnar og skildi umræðuefnin. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hans. Til hvers ætlaðist flokkurinn af Bjarna? Sjálfstæðisflokkurinn er valdafíkill. Til valda var flokkurinn borinn og barnfæddur og á völdum nærist hann. Hinir innmúruðu eigendur hans ætlast til að fulltrúar þeirra sitji alltaf við borðið, helst borðsendann. Það er skiljanlegt, því í áratugi hafa ítök hans í íslensku þjóðlífi verið allt um grípandi. Hann hefur haft húsvarðarlykil að öllum kontórum ríkisvaldsins, stærstu fyrirtækjum og samtökum atvinnuveganna. Í stjórnarandstöðu verða þingmenn hans því eirðarlausir eins og villidýr í búri, grimmir eins og tígrisdýr á amfetamíni, og ráðast á allt sem hreyfist. Dagskipanin er að sýna að án þeirra í valdastólum fari allt í vaskinn. Stóð Bjarni undir væntingum? Bjarni varð formaður í mars 2009 og í kosningum mánuði síðar fékk flokkurinn aðeins 24%. Síðan var kosið 2013 og þá komst flokkurinn að stjórnarborðinu og var þar óslitið þar til í desember sl, rúm 11 ár. Við borðsendann var Bjarni þó ekki lengi. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna átti sér ekki bjarta framtíð. Hún entist aðeins í 10 mánuði. Aftur settist hann við endann í apríl sl og þar var hann í tæpa níu mánuði. En þótt glæsilegt sé að vera forsætisráðherra, er það líka óttalegt amstur. Fjármálaráðuneytið nýttist honum miklu betur til hagsmunagæslunnar, enda var hann þar lengst af. En hvað með fylgið? Fyrir Bjarna var sú tíðin að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosningum mældist yfirleitt í námunda við líkamshita spendýra. Eftir Bjarna fór það hins vegar aldrei yfir 30 og nú síðast undir 20. Undir Davíð Oddssyni fékk flokkurinn stundum sótthita og fór upp í 41 gráðu í kosningunum 1999. Davíð dreymir gjarnan um þessa gömlu, góðu daga og vaknar þá upp í svitakófi og rekur hornin leynt og ljóst í Bjarna. Í kosningunum 2007 lék allt í lyndi. Flokkurinn fékk 37% undir stjórn Geirs Haarde en þegar kosið var næst 2009 fékk hann aðeins 24% undir stjórn Bjarna. En var fylgishrunið Bjarna að kenna? Fylgi Sjálfstæðisflokksins er ekki það eina sem hrundi á þessu tímabili. Bankarnir hrundu haustið 2008, krónan hrundi og traustið hrundi. Sjálfstæðisflokkurinn var á kafi í hrunadansinum með forsætis- og fjármálaráðherra. Bjarni dansaði líka með vafningana sína. Í október 2008 reyndi Geir að fá Guð til að blessa Ísland en það gekk ekki og heilög Jóhanna tók við stjórninni í febrúar 2009. í mars tók Bjarni svo við flokknum. Tæpum mánuði síðar voru kosningar og Bjarni lenti í kaldri sturtu, 24%. Rótarslit. Hrapið úr 40% fylgi í 20% á tveimur áratugum er ekki Bjarna einum að kenna. Hann hann var starfsmaður á plani, að gera það sem flokkurinn ætlaðist til. Tapið er flokknum að kenna. Hann kallaði sig eitt sinn „flokk allra stétta“. Fátækt fólk kaus flokkinn og hófsemdarmenn innan hans reyndu sumir að gæta hagsmuna þess. Talsmenn hans gátu talað á bylgjulengd sem náði eyrum fjöldans eins og 40 prósentin bera vott um. Þar voru verkalýðsforingjar eins og Pétur sjómaður og Magnús L. Sveinsson og löng stjórnarsambúð við Alþýðuflokkinn mýkti ásýnd hans. Þessar rætur hafa löngu slitnað. Ein helsta uppspretta pólitískra hugmynda flokksins er Viðskiptaráð Íslands. Þegar Morgunblaðið spurði nýráðinn framkvæmdastjóra þess rétt fyrir áramót hvaða lögum hann myndi breyta ef hann væri einráður í einn dag, svaraði hann: “Fjárlögum. Ég myndi vilja lækka opinber útgjöld um hundruð milljarða.” Þegar flokksmenn voru um líkt leyti að bollaleggja um hugsanlega arftaka Bjarna voru fyrrverandi og núverandi talsmenn samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í sjávarútvegi í efstu sætum, en þeim nægja tæpast fingur annarrar handar til að telja milljónirnar í launaumslaginu. Til að verða fjöldahreyfing aftur þyrfti flokkurinn annars konar hugmyndafræði og annars konar forystu. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í Bandalagi jafnaðarmanna og Alþýðuflokki.
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar