Enski boltinn

Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erling Haaland er ekkert á leiðinni frá Manchester City á næstunni.
Erling Haaland er ekkert á leiðinni frá Manchester City á næstunni. manchester city

Erling Haaland verður áfram hjá Manchester City næstu árin en hann er búinn að skrifa undir nýjan níu og hálfs árs samning við félagið, hvorki meira né minna.

Nýi samningurinn gildir til 2034 þegar Norðmaðurinn verður orðinn 34 ára. Núverandi samningur Haalands við City rennur út sumarið 2027.

Samkvæmt frétt The Athletic eru engin riftunarákvæði í nýja samningnum hans Haaland. Hann hefur verið orðaður við Real Madrid en ku vera sáttur hjá City.

Haaland kom til City frá Borussia Dortmund 2022. Hann hefur skorað 111 mörk í 126 leikjum fyrir félagið og unnið allt sem hægt er að vinna með því, meðal annars Meistaradeild Evrópu 2023.

Hinn 24 ára Haaland hefur skorað 21 mark í 28 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. City hefur átt í vandræðum að undanförnu og er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tólf stigum á eftir toppliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×