Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2025 08:55 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segist sannfærð um að nýtt bókunarkerfi verði til þess að auka til muna þáttöku kvenna í brjóstakrabbameinsskimun. Það sé nauðsynlegt til að bjarga mannslífum. Mikið vanti upp á þátttökuna. Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Þetta kemur fram í grein Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins á Vísi í morgun. „Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur.“ Krabbameinsfélagið vill með aðstoð Íslandsbanka ryðja úr vegi helstu hindruninni, sem sé bókunarfyrirkomulagið. „Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum,“ segir Halla. Fimmtíu konur á ári látast úr brjóstakrabbameini Krabbameinsfélagið leitar að fleiri styrktaraðilum til að geta látið dæmið ganga upp. „Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar.“ Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins sé að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. „Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma,“ segir Halla. „Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður. 10. október 2024 11:16 Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. 10. október 2024 13:33 Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. 10. október 2024 21:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða. Mikið vantar upp á að þátttaka kvenna í brjóstaskimunum hér á landi sé nægilega góð. Á árinu 2023 var hún ekki nema 56% meðan alþjóðleg viðmið kveða á um a.m.k. 75%. Þetta kemur fram í grein Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins á Vísi í morgun. „Ástæðan er ekki sú að konur vilji ekki nýta sér skimunina heldur miklu frekar sú að konum er ekki gert nægilega auðvelt að taka þátt. Komugjald kom í veg fyrir þátttöku hjá ákveðnum hópi kvenna þar til í október sl. þegar það var lækkað niður í 500 krónur.“ Krabbameinsfélagið vill með aðstoð Íslandsbanka ryðja úr vegi helstu hindruninni, sem sé bókunarfyrirkomulagið. „Með kaupum á nýju bókunarkerfi fyrir Brjóstamiðstöð Landspítala, sérhæfðri, stafrænni lausn, verður hægt að senda konum bókun með boði í skimun. Bókuninni geta þær svo sjálfar breytt rafrænt, með auðveldum hætti. Við vitum að þetta mun auka þátttöku kvenna í brjóstaskimunum,“ segir Halla. Fimmtíu konur á ári látast úr brjóstakrabbameini Krabbameinsfélagið leitar að fleiri styrktaraðilum til að geta látið dæmið ganga upp. „Málefnið varðar okkur öll. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum. Að meðaltali greinast 266 konur á hverju ári. Konurnar eru tiltölulega ungar, meðalaldurinn er ekki nema 61 ár. Margar eru í blóma lífsins, konur sem hafa stóru hlutverki að gegna í samfélaginu, hvort sem er á vinnumarkaði eða meðal fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð missum við á hverju ári að meðaltali 50 konur úr brjóstakrabbameini og því miður þarf fjöldi annarra að takast á við miklar aukaverkanir og lífsgæðaskerðingu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar.“ Framtíðarsýn Krabbameinsfélagsins sé að færri fái krabbamein, fleiri lifi af og lifi sem bestu lífi í kjölfar krabbameins. „Við viljum lengri tíma fyrir fleiri, góðan tíma,“ segir Halla. „Með stefnu Krabbameinsfélagsins til ársins 2030 setti félagið sér það markmið að bæta árangur varðandi krabbamein þannig að 80% fólks sem fær krabbamein sé á lífi fimm árum síðar. Til að það náist þarf margt að koma til, meðal annars að krabbamein greinist snemma sem við viljum að verði raunin í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Það eykur batahorfur og gerir minna íþyngjandi meðferð mögulega. Stóraukin þátttaka í skimunum er einn liður í að þetta markmið náist. Konur á Íslandi vilja hugsa vel um heilsuna. Regluleg þátttaka í krabbameinsskimunum er hluti þess. Enginn getur verið öruggur um að fá ekki krabbamein og brjóstaskimun veitir því miður ekki tryggingu gegn því. Því vill félagið líka ítreka nauðsyn þess að konur þreifi brjóst sín reglulega.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Tengdar fréttir Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður. 10. október 2024 11:16 Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. 10. október 2024 13:33 Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. 10. október 2024 21:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður. 10. október 2024 11:16
Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. 10. október 2024 13:33
Engin afsökun lengur fyrir því að mæta ekki í brjóstaskimun Stórefla á þátttöku kvenna í brjóstaskimun með því að lækka komugjaldið í fimm hundruð krónur. Þátttaka hefur dregist verulega saman á síðustu árum og yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar vonar að fleiri mæti nú í skimun. 10. október 2024 21:02