Kannast ekki við að vera látinn Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 11:15 Jakob R. Möller kannast ekki við að vera látinn. Eða, það væri þá sérstakt að hann væri í síma að spjalla við blaðamann Vísis og búinn að geispa golunni. Slíkt gerist bara á miðilsfundum. vísir/vilhelm Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“ Fjölmiðlar Andlát Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“
Fjölmiðlar Andlát Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira