Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 20:11 Keppendurnir tíu sem stíga á svið í Söngvakeppninni í ár. Ragnar Visage Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Eins og áður hefur komið fram verða undanúrslitakvöldin tvö. Það fyrra verður 8. febrúar og það síðara þann 15. febrúar. Breyttar reglur eru í keppninni í ár og er úrslitaeinvígið nú á bak og burt. Þess í stað komast sex lög áfram í úrslitin sem verða 22. febrúar. Þá mun alþjóðleg dómnefnd vega helming á móti símaatkvæðum landsmanna og stigahæsta lag kvöldsins ber sigur úr býtum. Öll kvöld fara fram í Kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi en segir í tilkynningunni að endanleg lagaröð á hvoru kvöldi fyrir sig verði kynnt síðar. Kynnar keppninnar í ár verða þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Eins og áður verður boðið upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum. Miðasala hefst kl. 10.00 þriðjudagsmorguninn 21. febrúar á Tix. Þátttaka Íslands í keppninni í fyrra reyndist umdeild vegna þátttöku Ísrael í Eurovision og hernaði þeirra á Gasa. Yfir tíu þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að draga Ísland úr keppni vegna hernaðs Ísraela auk þess sem íslenskt tónlistarfólk afhenti undirskriftarlista þar sem 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu. Ekki hefur borið á sömu umræðu í þetta sinn en greint var frá því í vikunni að Hamas og Ísrael hefðu samþykkt drög að friðarsamkomulagi. Fyrri undanúrslit 8. febrúar Fyrri undanúrslitRagnar Visage Ég flýg í storminn / Stormchaser Flytjandi: BIRGO Lag: Birgitta Ólafsdóttir, Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Jonas Gladnikoff Íslenskur texti: Birgitta Ólafsdóttir og Helga Þórdís Guðmundsdóttir Enskur texti: Shawn Mayers og Birgitta Ólafsdóttir Eins og þú / Like You Flytjandi: Ágúst Lag: Hákon Guðni Hjartarson, Ágúst Þór Brynjarsson og Halldór Gunnar Pálsson Íslenskur texti: Hákon Guðni Hjartarson og Ágúst Þór Brynjarsson Enskur texti: Hákon Guðni Hjartarson Frelsið Mitt / Set Me Free Flytjandi: Stebbi JAK Lag: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Will Taylor og Stebbi JAK Íslenskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK Enskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK Norðurljós / Northern Lights Flytjandi: BIA Lag: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson. Íslenskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir, Jón Arnór Styrmisson og Kolbeinn Egill Þrastarson Enskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson. RÓA Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Ingi Þór Garðarsson Seinni undanúrslit 15. febrúar Seinni undanúrslit.Ragnar Visage Aðeins lengur Flytjandi: Bjarni Arason Lag: Jóhann Helgason Texti: Björn Björnsson Flugdrekar / Carousel Flytjandi: Dagur Sig Lag: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Einar Lövdahl, Joy Deb og Andreas Lindbergh Íslenskur texti: Einar Lövdahl Enskur texti: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Joy Deb og Andreas Lindbergh Þrá / Words Flytjandi: Tinna Lag: Tinna Óðinsdóttir og Rob Price Íslenskur texti: Guðný Ósk Karlsdóttir Enskur texti: Rob Price Rísum upp / Rise Above Flytjandi: Bára Katrín Lag: Heiðar Kristjánsson og Valgeir Magnússon Íslenskur texti: Valgeir Magnússon, Heiðar Kristjánsson, Lára Ómarsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir Enskur texti: Valgeir Magnússon og Heiðar Kristjánsson Eldur / Fire Flytjendur: Júlí og Dísa Lag: Júlí Heiðar Halldórsson, Andri Þór Jónsson, Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson Íslenskur texti: Júlí Heiðar Halldórsson Enskur texti: Andri Þór Jónsson Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Ríkisútvarpið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Eins og áður hefur komið fram verða undanúrslitakvöldin tvö. Það fyrra verður 8. febrúar og það síðara þann 15. febrúar. Breyttar reglur eru í keppninni í ár og er úrslitaeinvígið nú á bak og burt. Þess í stað komast sex lög áfram í úrslitin sem verða 22. febrúar. Þá mun alþjóðleg dómnefnd vega helming á móti símaatkvæðum landsmanna og stigahæsta lag kvöldsins ber sigur úr býtum. Öll kvöld fara fram í Kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi en segir í tilkynningunni að endanleg lagaröð á hvoru kvöldi fyrir sig verði kynnt síðar. Kynnar keppninnar í ár verða þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Eins og áður verður boðið upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum. Miðasala hefst kl. 10.00 þriðjudagsmorguninn 21. febrúar á Tix. Þátttaka Íslands í keppninni í fyrra reyndist umdeild vegna þátttöku Ísrael í Eurovision og hernaði þeirra á Gasa. Yfir tíu þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að draga Ísland úr keppni vegna hernaðs Ísraela auk þess sem íslenskt tónlistarfólk afhenti undirskriftarlista þar sem 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu. Ekki hefur borið á sömu umræðu í þetta sinn en greint var frá því í vikunni að Hamas og Ísrael hefðu samþykkt drög að friðarsamkomulagi. Fyrri undanúrslit 8. febrúar Fyrri undanúrslitRagnar Visage Ég flýg í storminn / Stormchaser Flytjandi: BIRGO Lag: Birgitta Ólafsdóttir, Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Jonas Gladnikoff Íslenskur texti: Birgitta Ólafsdóttir og Helga Þórdís Guðmundsdóttir Enskur texti: Shawn Mayers og Birgitta Ólafsdóttir Eins og þú / Like You Flytjandi: Ágúst Lag: Hákon Guðni Hjartarson, Ágúst Þór Brynjarsson og Halldór Gunnar Pálsson Íslenskur texti: Hákon Guðni Hjartarson og Ágúst Þór Brynjarsson Enskur texti: Hákon Guðni Hjartarson Frelsið Mitt / Set Me Free Flytjandi: Stebbi JAK Lag: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Will Taylor og Stebbi JAK Íslenskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK Enskur texti: Alda B. Lilliendahl Ólafsdóttir, Michael James Down, Primoz Poglajen og Stebbi JAK Norðurljós / Northern Lights Flytjandi: BIA Lag: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson. Íslenskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir, Jón Arnór Styrmisson og Kolbeinn Egill Þrastarson Enskur texti: BIA, Jóhannes Ágúst, Kristrún Jóhannesdóttir og Jón Arnór Styrmisson. RÓA Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Ingi Þór Garðarsson Seinni undanúrslit 15. febrúar Seinni undanúrslit.Ragnar Visage Aðeins lengur Flytjandi: Bjarni Arason Lag: Jóhann Helgason Texti: Björn Björnsson Flugdrekar / Carousel Flytjandi: Dagur Sig Lag: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Einar Lövdahl, Joy Deb og Andreas Lindbergh Íslenskur texti: Einar Lövdahl Enskur texti: Thorsteinn Einarsson, Linnea Deb, Joy Deb og Andreas Lindbergh Þrá / Words Flytjandi: Tinna Lag: Tinna Óðinsdóttir og Rob Price Íslenskur texti: Guðný Ósk Karlsdóttir Enskur texti: Rob Price Rísum upp / Rise Above Flytjandi: Bára Katrín Lag: Heiðar Kristjánsson og Valgeir Magnússon Íslenskur texti: Valgeir Magnússon, Heiðar Kristjánsson, Lára Ómarsdóttir og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir Enskur texti: Valgeir Magnússon og Heiðar Kristjánsson Eldur / Fire Flytjendur: Júlí og Dísa Lag: Júlí Heiðar Halldórsson, Andri Þór Jónsson, Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson Íslenskur texti: Júlí Heiðar Halldórsson Enskur texti: Andri Þór Jónsson
Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Ríkisútvarpið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira