Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 22:01 Júlí Heiðar og Þórdís Björk mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en stefna á þátttöku fyrir Íslands hönd í ár. Hér troða þau upp í Kryddsíld Stöðvar 2 árið 2022. Vísir/Hulda Margrét Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld. Á lista yfir keppendur kennir líkt og síðustu ár ýmissa grasa. Þar er að finna reynslubolta líkt og Dag Sigurðsson sem komst nærri því að fara alla leið í Söngvakeppninni árið 2018 en líka söngvara sem nýlega eru stokknir fram á sjónarsviðið líkt og Birgittu sem gerði garðinn frægan í Idol hér um árið. Umdeild keppni Líkt og lesendur Vísis muna var þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra umdeild vegna þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan hernaði Ísraelsmanna á Gasa stóð. Mikil umræða skapaðist um málið og þrýstingur var mikill á Ríkisútvarpið að bregðast við og draga Ísland úr keppni. Þar á meðal rituðu tíu þúsund manns nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Þá lét íslenskt tónlistarfólk sitt ekki eftir liggja en 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu og var útvarpsstjóra afhentur undirskriftarlistinn. Á listanum var að finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna líkt og Páls Óskars, Unu Torfadóttur og Eyþórs Inga, svo einungis örfáir séu nefndir. Á listanum var einnig að finna nöfn keppenda sem nú stíga á svið á Söngvakeppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra þegar útvarpsstjóra var afhent undirskriftir þann 19. janúar í fyrra.Sigurjón Þar á meðal er parið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem keppa saman á seinna undanúrslitakvöldinu. Bæði eru þau reynsluboltar þegar kemur að Söngvakeppninni, Þórdís Björk hefur áður keppt með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar undir eigin nafni. Þau munu nú ljúka síðari undanúrslitunum með laginu Eldur. Meðal annarra sem mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en taka nú þátt er hæfileikabúntið Einar Lövdahl. Hann er meðal lagahöfunda að lagi Dags Sigurðssonar, Flugdrekar og sá um að semja íslenska texta lagsins. Þá er tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, poppgúrú með meiru og sonur Stefáns Hilmarssonar, einnig meðal lagahöfunda í ár eftir að hafa mótmælt þátttöku Íslands í fyrra. Hann semur lag þeirra Júlí Heiðars og Þórdísar. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
Á lista yfir keppendur kennir líkt og síðustu ár ýmissa grasa. Þar er að finna reynslubolta líkt og Dag Sigurðsson sem komst nærri því að fara alla leið í Söngvakeppninni árið 2018 en líka söngvara sem nýlega eru stokknir fram á sjónarsviðið líkt og Birgittu sem gerði garðinn frægan í Idol hér um árið. Umdeild keppni Líkt og lesendur Vísis muna var þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra umdeild vegna þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan hernaði Ísraelsmanna á Gasa stóð. Mikil umræða skapaðist um málið og þrýstingur var mikill á Ríkisútvarpið að bregðast við og draga Ísland úr keppni. Þar á meðal rituðu tíu þúsund manns nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Þá lét íslenskt tónlistarfólk sitt ekki eftir liggja en 550 listamenn settu nöfn sín undir sömu kröfu og var útvarpsstjóra afhentur undirskriftarlistinn. Á listanum var að finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna líkt og Páls Óskars, Unu Torfadóttur og Eyþórs Inga, svo einungis örfáir séu nefndir. Á listanum var einnig að finna nöfn keppenda sem nú stíga á svið á Söngvakeppninni. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra þegar útvarpsstjóra var afhent undirskriftir þann 19. janúar í fyrra.Sigurjón Þar á meðal er parið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson sem keppa saman á seinna undanúrslitakvöldinu. Bæði eru þau reynsluboltar þegar kemur að Söngvakeppninni, Þórdís Björk hefur áður keppt með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar undir eigin nafni. Þau munu nú ljúka síðari undanúrslitunum með laginu Eldur. Meðal annarra sem mótmæltu þátttöku Íslands í Eurovision í fyrra en taka nú þátt er hæfileikabúntið Einar Lövdahl. Hann er meðal lagahöfunda að lagi Dags Sigurðssonar, Flugdrekar og sá um að semja íslenska texta lagsins. Þá er tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson, poppgúrú með meiru og sonur Stefáns Hilmarssonar, einnig meðal lagahöfunda í ár eftir að hafa mótmælt þátttöku Íslands í fyrra. Hann semur lag þeirra Júlí Heiðars og Þórdísar.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning