Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2025 23:31 Bretinn Noah Williams vann bronsverðlaun í dýfingum á Ólympíuleikunum í París. Hann var ánægður með verðlaunapeninginn þá. Getty/Clive Rose Aðeins sex mánuðir eru liðnir frá því að Frakkar héldu Ólympíuleikana í París en yfir hundrað manns hafa þegar skilað verðlaunum sínum frá leikunum. Það var heldur ekki af ástæðulausu. Ástæðan er lélegt ástand verðlaunapeninganna sem hafa hreinlega eyðilagst á þessum stuttum tíma. Þeir hafa ryðgað, aflitast og flagnað. Það sást strax í ágúst að verðlaunapeningarnir voru fljótir að breyta um lit og það á meðan leikarnir voru enn í gangi. Ameríski hjólabrettakappinn Nyjah Huston sýndi þá myndir af flagnandi verðlaunapeningi sínum aðeins nokkrum dögum eftir afhendingu. Franska blaðið La Lettre segir frá því að yfir hundrað íþróttamenn og konur hafi nú skilað verðlaunapeningum sínum vegna ósættis með ástand þeirra. AlþjóðaÓlympíunefndin, IOC, hefur einnig staðfest þessar fréttir. „Við erum að vinna náið með frönsku myntsláttunni og fyrirtækinu sem bar ábyrgðina á framleiðslu verðlaunapeninganna og gæðaprófuninni á þeim. Verðlaunapeningum sem eru skemmdir, verður skipt út fyrir nýja samskonar verðlaunapeninga,“ sagði í yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar í frétt Insidethegames. Í frétt La Lettre kemur fram að þetta sé í framhaldi af því að notkun ákveðinna efna var bönnuð við framleiðsluna. Fyrir vikið voru framleiðendurnir að prófa sig áfram með ný efni sem duga greinilega mjög illa. Þar kemur líka fram að það eru aðallega bronsverðlaunapeningarnir sem eru að skemmast. Gull- og silfurpeningarnir standa sig miklu betur. View this post on Instagram A post shared by Wealth (@wealth) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Ástæðan er lélegt ástand verðlaunapeninganna sem hafa hreinlega eyðilagst á þessum stuttum tíma. Þeir hafa ryðgað, aflitast og flagnað. Það sást strax í ágúst að verðlaunapeningarnir voru fljótir að breyta um lit og það á meðan leikarnir voru enn í gangi. Ameríski hjólabrettakappinn Nyjah Huston sýndi þá myndir af flagnandi verðlaunapeningi sínum aðeins nokkrum dögum eftir afhendingu. Franska blaðið La Lettre segir frá því að yfir hundrað íþróttamenn og konur hafi nú skilað verðlaunapeningum sínum vegna ósættis með ástand þeirra. AlþjóðaÓlympíunefndin, IOC, hefur einnig staðfest þessar fréttir. „Við erum að vinna náið með frönsku myntsláttunni og fyrirtækinu sem bar ábyrgðina á framleiðslu verðlaunapeninganna og gæðaprófuninni á þeim. Verðlaunapeningum sem eru skemmdir, verður skipt út fyrir nýja samskonar verðlaunapeninga,“ sagði í yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar í frétt Insidethegames. Í frétt La Lettre kemur fram að þetta sé í framhaldi af því að notkun ákveðinna efna var bönnuð við framleiðsluna. Fyrir vikið voru framleiðendurnir að prófa sig áfram með ný efni sem duga greinilega mjög illa. Þar kemur líka fram að það eru aðallega bronsverðlaunapeningarnir sem eru að skemmast. Gull- og silfurpeningarnir standa sig miklu betur. View this post on Instagram A post shared by Wealth (@wealth)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira