Fjölskylda Law greindi frá andláti hans og bæði fyrrum félög og aðrir hafa minnst þessa mikla meistara sem setti mikinn svip á fótboltann á sínum tíma.
Law hefur glímt við elliglöp síðustu ár en veikindi hans voru gerð opinber í ágúst 2021.
Law fæddist Aberdeen í Skotlandi en er einn mesti markaskorarinn í sögu Manchester United.
Law skoraði als 237 mörk í 404 leikjum fyrir Manchester United frá 1962 til 1973.
Law spilaði einnig fyrir Huddersfield Town, Manchester City og ítalska félagið Torino á ferli sínum.
United gerði hann að dýrasta breska fótboltamanninum árið 1962 þegar félagið keypti hann frá Torino.
Hann skoraði 30 mörk í 55 landsleikjum fyrir Skotland.