13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. janúar 2025 19:01 Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun