Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2025 16:28 Bjarki Steinn Bjarkason verst Matteo Cancellieri. getty/Emmanuele Ciancaglini Tveir Íslendingar voru í byrjunarliði Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Parma á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Bjarki Steinn Bjarkason fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Venezia í deildarleik í dag. Mikael Egill Ellertsson var sömuleiðis í byrjunarliðinu hjá Feneyingum. Joel Pohjanpalo kom Venezia yfir með marki úr vítaspyrnu á 20. mínútu en Hernani jafnaði fyrir Parma úr öðru víti á 56. mínútu. Bjarki var tekinn af velli á 76. mínútu en Mikael lék allan leikinn fyrir Venezia sem hefur ekki enn unnið útisigur á tímabilinu. Venezia er í nítjánda og næstneðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Parma er í 15. sætinu með tuttugu stig. Ítalski boltinn
Tveir Íslendingar voru í byrjunarliði Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Parma á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Bjarki Steinn Bjarkason fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Venezia í deildarleik í dag. Mikael Egill Ellertsson var sömuleiðis í byrjunarliðinu hjá Feneyingum. Joel Pohjanpalo kom Venezia yfir með marki úr vítaspyrnu á 20. mínútu en Hernani jafnaði fyrir Parma úr öðru víti á 56. mínútu. Bjarki var tekinn af velli á 76. mínútu en Mikael lék allan leikinn fyrir Venezia sem hefur ekki enn unnið útisigur á tímabilinu. Venezia er í nítjánda og næstneðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Parma er í 15. sætinu með tuttugu stig.