Tónlist

Gítar­leikari Whitesna­ke fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Liðsmenn Thin Lizzy, Marco Mandoza og John Sykes, á tónleikum í Köln árið 2006.
Liðsmenn Thin Lizzy, Marco Mandoza og John Sykes, á tónleikum í Köln árið 2006. EPA

Breski rokkgítarleikarinn John Sykes, sem lék meðal annars með sveitunum Whitesnake og Thin Lizzy, er látinn. Hann varð 65 ára.

Greint er frá andláti Sykes á heimasíðu hans þar sem kemur fram að hann hafi látist eftir harða baráttu við krabbamein.

Sykes spilaði inn á tvær plötur Whitesnake og var í hópi höfunda nokkurra af þekktustu lögum sveitarinnar, þeirra á meðal Still of The Night og Is This Love.

Sykes hóf feril sinn árið 1980 með þungarokkssveitinni Tygers of Pan Tang áður en hann gekk til liðs við sveitina Thin Lizzy árið 1982.

Hann gekk svo til liðs við Whitesnake árið 1984 eftir að hafa fengið boð frá stofnanda og forsprakka sveitarinnar, David Coverdale.

BBC segir frá því að eftir að hann sagði skilið við Whitesnake hafi gefið Sykes út tvær plötur með eigin hljómsveit, Blue Murder. Hann fór síðar í tónleikaferð með Thin Lizzy, sem hafði áður lagt upp laupana nokkru fyrir andlát söngvarans Phil Lynott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.