Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 15:27 Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson hafa starfað saman um áratugaskeið. Nú starfa þau aðeins saman að nafninu til. Vísir/Vilhelm Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því skömmu fyrir jól að hann væri kominn aftur til starfa hjá Ríkissaksóknara, eftir hafa verið frá störfum frá því síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Frá því að hann kom aftur til starfa, eftir að þáverandi dómsmálaráðherra ákvað að verða ekki við kröfu Sigríðar um að honum yrði vikið úr starfi, hafi hann ekki fengið neinum verkefnum úthlutað. Þannig hafi hann mætt til vinnu en ekki haft neitt fyrir stafni. Fyrir það fær hann full laun. Ekkert nýtt í málinu mánuði síðar Í samtali við Vísi segir Helgi Magnús ekkert nýtt að frétta af skrifstofu Ríkissaksóknara, hann fái enn engum verkefnum úthlutað. „Boltinn er hjá ráðherra,“ segir hann. Sá ráðherra er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Hún fékk málið í fangið þegar ný ríkisstjórn var mynduð rétt fyrir jól. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu að sú staða sem væri uppi hjá embættinu gæti ekki staðið í langan tíma. Bagalegt væri að þau Helgi Magnús og Sigríður gætu ekki unnið saman. Búin að taka einn fund Þorbjörg Sigríður sagði á dögunum að hún hefði fundað með þeim Helga Magnúsi og Sigríði um málið. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ræddi hún við Heimi Má Pétursson fréttamann og sagði í raun ekkert nýtt að frétta af málinu. Hún hefði ekki fundað aftur með aðilum málsins. Málið væri til í vinnslu inni í ráðuneytinu og starfsmenn þess að rýna í möguleika í stöðunni. Ljóst væri að afgreiðsla þess megi ekki taka of langan tíma. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því skömmu fyrir jól að hann væri kominn aftur til starfa hjá Ríkissaksóknara, eftir hafa verið frá störfum frá því síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Frá því að hann kom aftur til starfa, eftir að þáverandi dómsmálaráðherra ákvað að verða ekki við kröfu Sigríðar um að honum yrði vikið úr starfi, hafi hann ekki fengið neinum verkefnum úthlutað. Þannig hafi hann mætt til vinnu en ekki haft neitt fyrir stafni. Fyrir það fær hann full laun. Ekkert nýtt í málinu mánuði síðar Í samtali við Vísi segir Helgi Magnús ekkert nýtt að frétta af skrifstofu Ríkissaksóknara, hann fái enn engum verkefnum úthlutað. „Boltinn er hjá ráðherra,“ segir hann. Sá ráðherra er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Hún fékk málið í fangið þegar ný ríkisstjórn var mynduð rétt fyrir jól. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu að sú staða sem væri uppi hjá embættinu gæti ekki staðið í langan tíma. Bagalegt væri að þau Helgi Magnús og Sigríður gætu ekki unnið saman. Búin að taka einn fund Þorbjörg Sigríður sagði á dögunum að hún hefði fundað með þeim Helga Magnúsi og Sigríði um málið. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ræddi hún við Heimi Má Pétursson fréttamann og sagði í raun ekkert nýtt að frétta af málinu. Hún hefði ekki fundað aftur með aðilum málsins. Málið væri til í vinnslu inni í ráðuneytinu og starfsmenn þess að rýna í möguleika í stöðunni. Ljóst væri að afgreiðsla þess megi ekki taka of langan tíma.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira