Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 09:01 Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með Lille á Anfield í gærkvöldi en hér reynir Liverpool maðurinn Alexis Mac Allister að stoppa hann. Getty/Richard Sellers Það var nóg af mörgum í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og nú má sjá þessi mörk hér inn á Vísi. Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum. Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark. Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum. Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark. Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira