Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 09:57 Joshua Jefferson er að komast aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. Vísir / Hulda Margrét Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra. Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld. Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld.
Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira