Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 09:57 Joshua Jefferson er að komast aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. Vísir / Hulda Margrét Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra. Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld. Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld.
Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira