Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:47 Norsku úlfarnir létu sjá sig á úrslitum Söngvakeppninnar árið 2023. Engin stjarna mætti í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir. Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta. Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til. Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer. Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra: Fyrri undanúrslit 8. febrúar Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901 Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902 Eins og þú - Ágúst: 900-9903 Norðurljós - BIA: 900-9904 RÓA - VÆB: 900-9905 Seinni undanúrslit 15. febrúar Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901 Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902 Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903 Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904 Þrá - Tinna: 900-9905 Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir. Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta. Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til. Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer. Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra: Fyrri undanúrslit 8. febrúar Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901 Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902 Eins og þú - Ágúst: 900-9903 Norðurljós - BIA: 900-9904 RÓA - VÆB: 900-9905 Seinni undanúrslit 15. febrúar Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901 Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902 Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903 Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904 Þrá - Tinna: 900-9905
Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira