Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 22:58 Atli Freyr Magnússon segir ákveðið óöryggi vera meðal kennara. Vísir Klínískur atferlisfræðingur segist finna fyrir talsverðum breytingum innan skólasamfélagsins. Hann segir kennara og nemendur finna fyrir óöryggi vegna þessara breytinga. „Ég og kollegar mínir höfum verið að vinna með kennurum inni í almennum skólum og við erum klárlega að sjá breytt umhverfi,“ segir Atli Freyr Magnússon, klínískur atferlisfræðingur. Nú til dags sé fjölbreyttari nemendahópur í grunnskólum en áður og þar af leiðandi fjölbreyttari vandamál sem kennarar þurfa að eiga við. Undanfarna daga hefur verið fjallað um agavandamál og aukna ofbeldishegðun grunnskólabarna gagnvart starfsfólki skólanna. „Það má oft á tíðum koma til móts við þessa krakka,“ segir Atli. Mikil vitundarvakning hafi átt sér stað meðal barna varðandi réttindi sín. Atli segist finna fyrir þessar vakningu innan skólasamfélagsins. „Ég finn fyrir því þegar ég kem inn í skólann að kenna námskeið og veita ráðgjöf að margir eru óöruggir í þessum nýja veruleika. Ég tel þessar breytingar vera mjög góðar þó svo að skrefin sem þarf að taka til þess að ná fram og að vinna meðfram réttindum barna séu erfið, er það umhverfið sem allir vilja vinna í,“ segir Atli. Ákveðið óöryggi sé meðal kennara um hvaða skref eigi að taka og geti það skapað óöryggi hjá börnunum. „Síðan má ekki gleyma því í öllu þessu að það er vandamál í grunnskólum en á bak við öll þessi mál eru börn í vanda og þessi vandi verður ekki leystur öðruvísi heldur en að koma til móts við börnin. Þetta eru börn sem að líður illa og þau eru að missa stjórn á skapi sínu í skólanum, sem er klárlega erfitt fyrir skólasamfélagið, en á bak við hvert og eitt mál er barn sem líður illa og þarf á aðstoð að halda.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjá meira
„Ég og kollegar mínir höfum verið að vinna með kennurum inni í almennum skólum og við erum klárlega að sjá breytt umhverfi,“ segir Atli Freyr Magnússon, klínískur atferlisfræðingur. Nú til dags sé fjölbreyttari nemendahópur í grunnskólum en áður og þar af leiðandi fjölbreyttari vandamál sem kennarar þurfa að eiga við. Undanfarna daga hefur verið fjallað um agavandamál og aukna ofbeldishegðun grunnskólabarna gagnvart starfsfólki skólanna. „Það má oft á tíðum koma til móts við þessa krakka,“ segir Atli. Mikil vitundarvakning hafi átt sér stað meðal barna varðandi réttindi sín. Atli segist finna fyrir þessar vakningu innan skólasamfélagsins. „Ég finn fyrir því þegar ég kem inn í skólann að kenna námskeið og veita ráðgjöf að margir eru óöruggir í þessum nýja veruleika. Ég tel þessar breytingar vera mjög góðar þó svo að skrefin sem þarf að taka til þess að ná fram og að vinna meðfram réttindum barna séu erfið, er það umhverfið sem allir vilja vinna í,“ segir Atli. Ákveðið óöryggi sé meðal kennara um hvaða skref eigi að taka og geti það skapað óöryggi hjá börnunum. „Síðan má ekki gleyma því í öllu þessu að það er vandamál í grunnskólum en á bak við öll þessi mál eru börn í vanda og þessi vandi verður ekki leystur öðruvísi heldur en að koma til móts við börnin. Þetta eru börn sem að líður illa og þau eru að missa stjórn á skapi sínu í skólanum, sem er klárlega erfitt fyrir skólasamfélagið, en á bak við hvert og eitt mál er barn sem líður illa og þarf á aðstoð að halda.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjá meira