Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 14:30 Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad um langt árabil en er nú tekin við belgíska landsliðinu. RBFA Tine Schryvers, fyrrverandi landsliðskona Belgíu, lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í tvö ár. Hún hrósar Elísabetu, eða Betu eins og hún er kölluð, í hástert í belgískum fjölmiðlum. Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“ Belgíski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“
Belgíski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira