Flæðið í húsinu er gott og skipulagið nútímalegt. Eignin telur alls 150 fermetra og skiptist í fjögur svefnherbergi, eldhús sem er opið inn til borðstofu og stofu, gestasalerni, baðherbergi og sjónvarpshol.
Í eldhúsinu er hvít innrétting með gylltum höldum, viðarplötu á borðum og notalegur borðkrókur. Á gólfum er ljóst og vandað vínylparket.
Rómantískur stíll er áberandi á heimilinu þar sem ljósbleikir listatónar, bogadregin hurðaop, vegglistar og franskir gluggar eru í aðalhlutverki. Á gólfum er ljóst vínylparket.
Í stofunni má sjá klassískar Hansahillur í bland við nýtískulegar mublur. Fyrir miðju rýminu hangir stílhreinn svartur arinn úr loftinu sem setur skemmtilegan svip á heildarmyndina.
Ásett verð fyrir eignina er 122,9 milljónir.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




