„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2025 20:31 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluaðila vera langt frá því að ná saman. Vísir/Ívar Fannar Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57