„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2025 20:31 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluaðila vera langt frá því að ná saman. Vísir/Ívar Fannar Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57