„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. janúar 2025 22:41 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, sá breytingar í formi bætinga hjá sínum mönnum í kvöld. Hann er ekki í virkri leit að nýjum leikmanni en útilokar ekkert. vísir / diego Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn. „Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá. Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
„Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá.
Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira