Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. janúar 2025 07:51 Hér má sjá viðvörun sem stjórnvöld sendu íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands. Jeff J Mitchell/Getty Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni. Búast má við frekari truflunum á flugsamgöngum þegar líða tekur á daginn. Lestarsamgöngur eru einnig úr skorðum og sum fyrirtæki hafa alfarið frestað sínum ferðum og vara fólk við að vera ekki á ferðinni. Að sama skapi hafa ferjufyrirtæki frestað fjölda áætlaðra ferða yfir Írlandshaf. Um 560 þúsund hús eru án rafmagns á Írlandi, samkvæmt yfirvöldum þar. Í nótt féll vindhraðametið á Írlandi þegar veðurstöð í Galway mældi meðalvindhraða upp á 135 kílómetra á klukkustund, sem gerir viðvarandi vind upp á 38 metra á sekúndu. Rauð veðurviðvörun hefr verið gefin út á Norður-Írlandi, og verður hún í gildi til klukkan tvö í dag. Önnur slík viðvörun tekur svo gildi í Skotlandi klukkan tíu. Fjallað er um Éowyn í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en þar segir: „Éowyn, stormurinn stóri er kominn til Írlands og þegar þetta er skrifuð var vindhraðinn kominn yfir gamla metið frá 1945. Á Mace Head við vesturströndina fór vindurinn upp í 183 km/klst (51 m/s) í hviðum milli kl 4 og 5. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir bæði Írland og Norður-Írland og búast má við víðtækum skemmdum þar víða um land. Síðar í dag þokast stormurinn til Skotlands.“ Írland Norður-Írland Skotland Tengdar fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Búast má við frekari truflunum á flugsamgöngum þegar líða tekur á daginn. Lestarsamgöngur eru einnig úr skorðum og sum fyrirtæki hafa alfarið frestað sínum ferðum og vara fólk við að vera ekki á ferðinni. Að sama skapi hafa ferjufyrirtæki frestað fjölda áætlaðra ferða yfir Írlandshaf. Um 560 þúsund hús eru án rafmagns á Írlandi, samkvæmt yfirvöldum þar. Í nótt féll vindhraðametið á Írlandi þegar veðurstöð í Galway mældi meðalvindhraða upp á 135 kílómetra á klukkustund, sem gerir viðvarandi vind upp á 38 metra á sekúndu. Rauð veðurviðvörun hefr verið gefin út á Norður-Írlandi, og verður hún í gildi til klukkan tvö í dag. Önnur slík viðvörun tekur svo gildi í Skotlandi klukkan tíu. Fjallað er um Éowyn í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en þar segir: „Éowyn, stormurinn stóri er kominn til Írlands og þegar þetta er skrifuð var vindhraðinn kominn yfir gamla metið frá 1945. Á Mace Head við vesturströndina fór vindurinn upp í 183 km/klst (51 m/s) í hviðum milli kl 4 og 5. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir bæði Írland og Norður-Írland og búast má við víðtækum skemmdum þar víða um land. Síðar í dag þokast stormurinn til Skotlands.“
Írland Norður-Írland Skotland Tengdar fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. 23. janúar 2025 23:39