Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. janúar 2025 20:26 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tilboði frá kennurum ekki hafa verið svarað. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hittust á stöðufundi í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga og ríkis og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að boða til fleiri fundi í bili. Á fundi kennara í dag lýstu samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna og því virðingarleysi sem hafi birst undanfarið í garð kennara. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tímbært að stjórnvöld stígi inn í deiluna. „Eins og þetta birtist okkur núna þá höfum við áhyggjur af því að þeir sem hafi raunverulegar áhuga og áhyggjur af kerfinu séu kennarar og mögulega einhverjir aðilar, og reyndar samfélagið allt, en þeir sem ráða í þessu landi séu ekki tilbúnir að leysa málin. Það eru þau sem þurfa að gera það og auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn í þessa deilu. Það er löngu orðið ljóst.“ Magnús segir kennara hafa lagt fram tilboð á fundi með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um síðustu helgi sem að þeirra mati hefði getað komið í veg fyrir að til boðaðra verkfalla komi eftir viku. „Við lögðum fram tilboð að leiðum sem myndu verða styttri skref í átt að þessari jöfnun og um leið gætum við farið yfir ákveðin umræðuefni sem munu þurfa að koma upp og þar með koma í veg fyrir aðgerðir. En um leið verða vegvísir inn í samtal.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í fréttum okkar í gær að viðræðurnar hafi strandað á launakröfum kennara sem séu óraunhæfar en umbeðnar hækkanir séu taldar í tugum prósenta. „Þessar tölur sem að við höfum bent á, bestu fáanlegu upplýsingar benda til tugprósenta launahækkana. Það eru margir óvissuþættir þar á leiðinni. Virðismat hefur verið nefnt og önnur kjör en í því tilboði sem við lögðum fram á sunnudaginn þá horfðum við til þess að bita þann fíl niður og værum tilbúin til þess að taka um það umræðu og þar með svona vera á leiðinni en taka styttri skref. Því hefur mögulega verið hafnað en við kannski vitum það ekki því formlegt svar hefur nú ekki endilega borist.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07 „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hittust á stöðufundi í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga og ríkis og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að boða til fleiri fundi í bili. Á fundi kennara í dag lýstu samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna og því virðingarleysi sem hafi birst undanfarið í garð kennara. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tímbært að stjórnvöld stígi inn í deiluna. „Eins og þetta birtist okkur núna þá höfum við áhyggjur af því að þeir sem hafi raunverulegar áhuga og áhyggjur af kerfinu séu kennarar og mögulega einhverjir aðilar, og reyndar samfélagið allt, en þeir sem ráða í þessu landi séu ekki tilbúnir að leysa málin. Það eru þau sem þurfa að gera það og auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn í þessa deilu. Það er löngu orðið ljóst.“ Magnús segir kennara hafa lagt fram tilboð á fundi með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um síðustu helgi sem að þeirra mati hefði getað komið í veg fyrir að til boðaðra verkfalla komi eftir viku. „Við lögðum fram tilboð að leiðum sem myndu verða styttri skref í átt að þessari jöfnun og um leið gætum við farið yfir ákveðin umræðuefni sem munu þurfa að koma upp og þar með koma í veg fyrir aðgerðir. En um leið verða vegvísir inn í samtal.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í fréttum okkar í gær að viðræðurnar hafi strandað á launakröfum kennara sem séu óraunhæfar en umbeðnar hækkanir séu taldar í tugum prósenta. „Þessar tölur sem að við höfum bent á, bestu fáanlegu upplýsingar benda til tugprósenta launahækkana. Það eru margir óvissuþættir þar á leiðinni. Virðismat hefur verið nefnt og önnur kjör en í því tilboði sem við lögðum fram á sunnudaginn þá horfðum við til þess að bita þann fíl niður og værum tilbúin til þess að taka um það umræðu og þar með svona vera á leiðinni en taka styttri skref. Því hefur mögulega verið hafnað en við kannski vitum það ekki því formlegt svar hefur nú ekki endilega borist.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07 „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07
„Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12