Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2025 07:02 Undanfarið hefur átt sér stað þó nokkur umræða varðandi réttindi opinberra starfsmanna samanborið við réttindi starfsmanna á almennum vinnumarkaði, sérstaklega í tengslum við starfstengd réttindi þessara hópa sem eru töluvert ólík. Áberandi í umræðunni er t.d. rík uppsagnarvernd og veikindaréttur opinberra starfsmanna og er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi réttarstaða starfsmanna hefur á svigrúm stjórnenda til að endurskoða mönnun og laga sig að breyttum forsendum og þörfum stofnunar. Aukin starfstengd réttindi geta í ákveðnum tilvikum átt fullan rétt á sér og verið mikilvæg eins og t.d. til að tryggja hlutleysi og starfsöryggi embættismanna og æðstu stjórnenda gagnvart pólitískum aðstæðum, slík rök eiga þó ekki við um almenna starfsmenn hins opinbera, enda eru mun minni líkur á að pólitískir vindar valdi óvæntum starfslokum hjá þessum hópi. Starfslok opinberra starfsmanna geta komið til af ólíkum ástæðum en ákvörðun um uppsögn ráðningarsamnings opinbers starfsmanns verður í öllum tilvikum að eiga stoð í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (starfsmannalögum) eða viðeigandi kjarasamningi þegar um er að ræða starfsfólk sveitarfélaga. Þannig er ekki hægt að segja starfsmanni upp starfi vegna atvika sem varða starfsmanninn sjálfan nema að undangenginni áminningu og þarf slík ákvörðun að samræmast málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.á.m andmælarétti starfsmanns ásamt því að vera skýr og vel rökstudd. Ef uppsögnin varðar ekki starfsmanninn sjálfan heldur er til komin t.d. vegna hagræðingar er þó ekki þörf á að veita starfsmanninum kost á að tjá sig um uppsögnina, ég ætla þó ekki að fara nánar út í þessi atriði hér heldur freista þess að halda athygli ykkar og áhuga aðeins lengur. Þegar farið er af stað í áminningarferli getur það tekið langan tíma, enda þarf starfsmaðurinn að fá svigrúm til að bæta úr því sem áminnt er fyrir og ekki er hægt að segja starfsmanni upp starfi að undangenginni áminningu nema að sýnt þyki að starfsmaður hafi ekki með fullnægjandi hætti bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar og sambærileg atvik koma upp aftur innan hæfilegs tíma. Hins vegar má ekki líða of langur tími frá áminningu til uppsagnar og er þar vísað í tímanlegt samhengi. Áminningarferlið getur því verið tímafrekt og flókið fyrir stjórnendur, enda fylgir því oft aukið álag í samskiptum innan vinnustaðarins sem getur haft neikvæð áhrif á starfsfólkið og starfsemina. Það kemur þó einnig fyrir, jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, að starfsmaður á ekki lengur samleið með eða mætir ekki lengur þörfum vinnustaðarins án þess að tilefni sé til formlegrar áminningar eða breytinga á skipulagi. Í slíkum tilvikum getur það reynst stjórnendum opinberra starfsmanna erfitt að finna leiðir til að gera breytingar á mönnun, en hvað er þá eiginlega til ráða fyrir stjórnandann? Starfslokasamningar – nýjar reglur og áhrif þeirra Árið 2016 var starfsmannalögum breytt og forstöðumönnum opinberra stofnana veitt heimild til að gera samning um starfslok við starfsmenn stofnunar, í samráði við hlutaðeigandi ráðherra. Átta árum síðar, þ.e. 30. september 2024, voru samþykktar reglur um starfslokasamninga við starfsmenn ríkisstofnana og verður það að teljast fagnaðarefni að skýrar reglur hafi loks verið settar hvað þessa samninga varðar. Það hve langan tíma það tók fyrir téðar reglur að líta dagsins ljós segir þó kannski ákveðna sögu um það hve erfið viðfangs réttindi opinberra starfsmanna geta verið. Starfslokasamningar opinberra starfsmanna hafa stundum ratað í fjölmiðla og m.a. tímalengd samninganna sem hefur þótt úr hófi enda mörg dæmi um samninga sem hafa farið langt umfram kjarsamningsbundinn uppsagnarfrest og umfram þann samningstíma sem nú er að finna í nýsamþykktum reglum. Þessar nýju reglur veita því mjög þarfa umgjörð um heimild forstöðumanna til samningsgerðar af þessum toga og geta verið jákvæð þróun og mikilvægt stjórntæki fyrir forstöðumenn, þar sem þeir sjá ávinning í því að semja um starfslok við starfsfólk sem hentar ekki lengur starfseminni. Gagnkvæmur vilji beggja aðila þarf að vera fyrir hendi eigi að nást samkomulag um starfslok og stóra spurningin er því kannski sú hvernig opinber starfsmaður metur sínar forsendur til slíkrar samningsgerðar í skjóli þeirra ríku starfstengdu réttinda sem hann nýtur, og hver er þá raunverulegur ávinningur af nýsamþykktum reglum um gerð starfslokasamninga? Ætli tíminn verði ekki að leiða það í ljós og það eftirlit sem hlutaðeigandi ráðherrar munu nú eiga um framkvæmd þessara nýju reglna. Höfundur er ráðgjafi og eigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Attentus- mannauður og ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur átt sér stað þó nokkur umræða varðandi réttindi opinberra starfsmanna samanborið við réttindi starfsmanna á almennum vinnumarkaði, sérstaklega í tengslum við starfstengd réttindi þessara hópa sem eru töluvert ólík. Áberandi í umræðunni er t.d. rík uppsagnarvernd og veikindaréttur opinberra starfsmanna og er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi réttarstaða starfsmanna hefur á svigrúm stjórnenda til að endurskoða mönnun og laga sig að breyttum forsendum og þörfum stofnunar. Aukin starfstengd réttindi geta í ákveðnum tilvikum átt fullan rétt á sér og verið mikilvæg eins og t.d. til að tryggja hlutleysi og starfsöryggi embættismanna og æðstu stjórnenda gagnvart pólitískum aðstæðum, slík rök eiga þó ekki við um almenna starfsmenn hins opinbera, enda eru mun minni líkur á að pólitískir vindar valdi óvæntum starfslokum hjá þessum hópi. Starfslok opinberra starfsmanna geta komið til af ólíkum ástæðum en ákvörðun um uppsögn ráðningarsamnings opinbers starfsmanns verður í öllum tilvikum að eiga stoð í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (starfsmannalögum) eða viðeigandi kjarasamningi þegar um er að ræða starfsfólk sveitarfélaga. Þannig er ekki hægt að segja starfsmanni upp starfi vegna atvika sem varða starfsmanninn sjálfan nema að undangenginni áminningu og þarf slík ákvörðun að samræmast málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.á.m andmælarétti starfsmanns ásamt því að vera skýr og vel rökstudd. Ef uppsögnin varðar ekki starfsmanninn sjálfan heldur er til komin t.d. vegna hagræðingar er þó ekki þörf á að veita starfsmanninum kost á að tjá sig um uppsögnina, ég ætla þó ekki að fara nánar út í þessi atriði hér heldur freista þess að halda athygli ykkar og áhuga aðeins lengur. Þegar farið er af stað í áminningarferli getur það tekið langan tíma, enda þarf starfsmaðurinn að fá svigrúm til að bæta úr því sem áminnt er fyrir og ekki er hægt að segja starfsmanni upp starfi að undangenginni áminningu nema að sýnt þyki að starfsmaður hafi ekki með fullnægjandi hætti bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar og sambærileg atvik koma upp aftur innan hæfilegs tíma. Hins vegar má ekki líða of langur tími frá áminningu til uppsagnar og er þar vísað í tímanlegt samhengi. Áminningarferlið getur því verið tímafrekt og flókið fyrir stjórnendur, enda fylgir því oft aukið álag í samskiptum innan vinnustaðarins sem getur haft neikvæð áhrif á starfsfólkið og starfsemina. Það kemur þó einnig fyrir, jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, að starfsmaður á ekki lengur samleið með eða mætir ekki lengur þörfum vinnustaðarins án þess að tilefni sé til formlegrar áminningar eða breytinga á skipulagi. Í slíkum tilvikum getur það reynst stjórnendum opinberra starfsmanna erfitt að finna leiðir til að gera breytingar á mönnun, en hvað er þá eiginlega til ráða fyrir stjórnandann? Starfslokasamningar – nýjar reglur og áhrif þeirra Árið 2016 var starfsmannalögum breytt og forstöðumönnum opinberra stofnana veitt heimild til að gera samning um starfslok við starfsmenn stofnunar, í samráði við hlutaðeigandi ráðherra. Átta árum síðar, þ.e. 30. september 2024, voru samþykktar reglur um starfslokasamninga við starfsmenn ríkisstofnana og verður það að teljast fagnaðarefni að skýrar reglur hafi loks verið settar hvað þessa samninga varðar. Það hve langan tíma það tók fyrir téðar reglur að líta dagsins ljós segir þó kannski ákveðna sögu um það hve erfið viðfangs réttindi opinberra starfsmanna geta verið. Starfslokasamningar opinberra starfsmanna hafa stundum ratað í fjölmiðla og m.a. tímalengd samninganna sem hefur þótt úr hófi enda mörg dæmi um samninga sem hafa farið langt umfram kjarsamningsbundinn uppsagnarfrest og umfram þann samningstíma sem nú er að finna í nýsamþykktum reglum. Þessar nýju reglur veita því mjög þarfa umgjörð um heimild forstöðumanna til samningsgerðar af þessum toga og geta verið jákvæð þróun og mikilvægt stjórntæki fyrir forstöðumenn, þar sem þeir sjá ávinning í því að semja um starfslok við starfsfólk sem hentar ekki lengur starfseminni. Gagnkvæmur vilji beggja aðila þarf að vera fyrir hendi eigi að nást samkomulag um starfslok og stóra spurningin er því kannski sú hvernig opinber starfsmaður metur sínar forsendur til slíkrar samningsgerðar í skjóli þeirra ríku starfstengdu réttinda sem hann nýtur, og hver er þá raunverulegur ávinningur af nýsamþykktum reglum um gerð starfslokasamninga? Ætli tíminn verði ekki að leiða það í ljós og það eftirlit sem hlutaðeigandi ráðherrar munu nú eiga um framkvæmd þessara nýju reglna. Höfundur er ráðgjafi og eigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Attentus- mannauður og ráðgjöf ehf.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun