Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 18:28 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Egill Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. Hafrannsóknarstofnun tilkynnti í gær að mælingar bentu til þess að engin loðnukvóti yrði gefinn út veturinn 2024/2025. Rannsóknarskip stofnunarinnar hafa verið við mælingar síðustu rúmu vikuna og eru þær langt komnar. Loðnuvinnslur má finna í níu bæjum á landinu. Einn þriðji kvótans er í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, það mikið áfall ef engin loðna verður veidd þennan veturinn. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið hjá okkur hér, enda er einn þriðji loðnukvótans hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. En þetta hefur líka mikil áhrif á þjóðarbúið í heild, og bara ekki góð tíðindi,“ segir Íris. Loðnuveiðar eru mikilvægar fyrir íbúa Vestmannaeyja.Vísir/Egill Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir alla þjóðina, ekki bara sveitarfélögin með loðnuvinnslur. „Ég bara vil trúa því að þetta sé ekki lokaniðurstaðan. Maður er ekki bjartsýnn eftir þessar fréttir en loðnan er mjög brellin og hún á það til að skjóta upp kollinum þegar síst varir. Þannig ég vil halda í vonina um að við getum fengið einhverja vertíð á verðmætasta tímanum, þegar hrognin eru í henni,“ segir Íris. Ekkert grípi sveitarfélögin sem lenda í brestinum. „Við missum af þessum tekjum og fólk í landi og sjómennirnir missa af því að fara að veiða loðnu, vinna loðnu og vinna hrognin. Það kemur ekkert í staðinn,“ segir Íris. „Það verður að tryggja það að Hafró sé gefinn kostur á að fara aftur í leit, því þetta eru svo mikil verðmæti sem eru undir. Leitin er bara dropi í hafið ef það finnst loðna.“ Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun tilkynnti í gær að mælingar bentu til þess að engin loðnukvóti yrði gefinn út veturinn 2024/2025. Rannsóknarskip stofnunarinnar hafa verið við mælingar síðustu rúmu vikuna og eru þær langt komnar. Loðnuvinnslur má finna í níu bæjum á landinu. Einn þriðji kvótans er í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, það mikið áfall ef engin loðna verður veidd þennan veturinn. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið hjá okkur hér, enda er einn þriðji loðnukvótans hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. En þetta hefur líka mikil áhrif á þjóðarbúið í heild, og bara ekki góð tíðindi,“ segir Íris. Loðnuveiðar eru mikilvægar fyrir íbúa Vestmannaeyja.Vísir/Egill Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir alla þjóðina, ekki bara sveitarfélögin með loðnuvinnslur. „Ég bara vil trúa því að þetta sé ekki lokaniðurstaðan. Maður er ekki bjartsýnn eftir þessar fréttir en loðnan er mjög brellin og hún á það til að skjóta upp kollinum þegar síst varir. Þannig ég vil halda í vonina um að við getum fengið einhverja vertíð á verðmætasta tímanum, þegar hrognin eru í henni,“ segir Íris. Ekkert grípi sveitarfélögin sem lenda í brestinum. „Við missum af þessum tekjum og fólk í landi og sjómennirnir missa af því að fara að veiða loðnu, vinna loðnu og vinna hrognin. Það kemur ekkert í staðinn,“ segir Íris. „Það verður að tryggja það að Hafró sé gefinn kostur á að fara aftur í leit, því þetta eru svo mikil verðmæti sem eru undir. Leitin er bara dropi í hafið ef það finnst loðna.“
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira