„Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 23:01 Pep hefur trú á sínum mönnum þó gengið hafi ekki verið nægilega gott. Martin Rickett/Getty Images Pep Guardiola segir að flestir leikmenn sínir hjá Manchester City hafi verið hjá félaginu í fleiri ár og það þurfi meira en slæman tveggja mánaða kafla til að breyta skoðun Spánverjans á þeim. Manchester City vann Chelsea 3-1 í ensku úrvalsdeildinni. Pep ákvað að setja nýju mennina Abdukodir Khusanov – tvítugan miðvörð – og Omar Marmoush – 25 ára framherja - í byrjunarliðið. Sá fyrrnefndi byrjaði skelfilega og gaf mark áður en meistararnir komu til baka. „Við höfum átt erfitt uppdráttar undanfarið og þetta hefur verið virkilega erfitt tímabil. Flestir leikmennirnir hafa verið hér í átta eða níu ár og ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum,“ sagði Guardiola og hélt áfram. „Við verðum að átta okkur á því að það sem við erum að gera er ekki nóg. Ég bað þá um að stíga upp og við gerðum það. Við sköpuðum nóg af færum til að skora mörk og þegar öllu er á botninn hvolft er ég virkilega ánægður með sigurinn.“ „Auðvitað þurfum við ferska fætur með Omar og Khusanov. Nú eigum við lokaleik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.“ Þjálfarinn var spurður út í skelfilega byrjun Khusanov í treyju Man City. „Þetta er ekki auðvelt fyrir hann. Hann æfir einu sinni með liðinu og þarf síðan að spila gegn Nicolas Jackson, Cole Palmer, Noni Madueke og Jadon Sancho. Það er ferli að kaupa svona ungan leikmann. Hann mun læra. Svona aðstæður eru besti lærdómurinn sem maður getur fengið.“ Um Marmoush: „Virkilega góð frammistaða. Tengingin við aðra leikmenn og frábærar hreyfingar. Fyrsti leikurinn og hann meðhöndlar breytingar vel og á ótrúleg hlaup.“ „Ef við sendum ekki boltann okkar á milli erum við eitt versta liðið. Við þurfum boltann til að lifa af,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Pep ákvað að setja nýju mennina Abdukodir Khusanov – tvítugan miðvörð – og Omar Marmoush – 25 ára framherja - í byrjunarliðið. Sá fyrrnefndi byrjaði skelfilega og gaf mark áður en meistararnir komu til baka. „Við höfum átt erfitt uppdráttar undanfarið og þetta hefur verið virkilega erfitt tímabil. Flestir leikmennirnir hafa verið hér í átta eða níu ár og ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum,“ sagði Guardiola og hélt áfram. „Við verðum að átta okkur á því að það sem við erum að gera er ekki nóg. Ég bað þá um að stíga upp og við gerðum það. Við sköpuðum nóg af færum til að skora mörk og þegar öllu er á botninn hvolft er ég virkilega ánægður með sigurinn.“ „Auðvitað þurfum við ferska fætur með Omar og Khusanov. Nú eigum við lokaleik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.“ Þjálfarinn var spurður út í skelfilega byrjun Khusanov í treyju Man City. „Þetta er ekki auðvelt fyrir hann. Hann æfir einu sinni með liðinu og þarf síðan að spila gegn Nicolas Jackson, Cole Palmer, Noni Madueke og Jadon Sancho. Það er ferli að kaupa svona ungan leikmann. Hann mun læra. Svona aðstæður eru besti lærdómurinn sem maður getur fengið.“ Um Marmoush: „Virkilega góð frammistaða. Tengingin við aðra leikmenn og frábærar hreyfingar. Fyrsti leikurinn og hann meðhöndlar breytingar vel og á ótrúleg hlaup.“ „Ef við sendum ekki boltann okkar á milli erum við eitt versta liðið. Við þurfum boltann til að lifa af,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira