Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Stefán Árni Pálsson skrifar 27. janúar 2025 11:01 Þórdís Valsdóttir hreyfði sig á hverjum degi í 30 mínútur. Fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir setti sér það markmið að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár og missti aldrei úr dag. Þórdís hreyfir sig á ýmsan máta og enginn dagur eins. Vala Matt ræddi við hana í Íslandi í dag í síðustu viku en margir hafa hrifist af krafti hennar og jákvæðni og eftir pósta á Instagram síðunni hennar hafa margir hreinlega farið af stað og byrjað að hreyfa sig meira. „Síðustu ár hef ég tekið einn og einn mánuð þar sem ég hreyfi mig í þrjátíu mínútur á dag í þrjátíu daga. Það hefur verið fyrir mig sjálfa að sanna fyrir púkanum á öxlinni að ég hafi alltaf tíma. Maður er alltaf rosalega fljótur að finna afsakanir til að fara ekki út,“ segir Þórdís og heldur áfram. „Ég var sjálf mikið í þeirri gryfju að ég hefði ekki tíma, ég er með lítil börn og er í vinnu og svo félagslíf og fjölskylda og allt. Ég prófaði að gera þetta nokkrum sinnum í nokkra mánuði. En síðan einn daginn var ég búin með þessa þrjátíu daga og þá hugsaði ég, æji ég tek þrjátíu daga í viðbót. Þegar ég var búin með sextíu daga, þá hugsaði ég, ég geri þetta bara í hundrað daga. Og eftir hundrað daga þá ákvað ég að ég myndi gera þetta í heilt ár,“ segir Þórdís og bætir við að árið hafi verið 366 dagar þar sem það var hlaupár. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Valsdóttir (@thordisv) Þórdís býr einnig til mjög flottar handgerðar dagbækur með markmiðasetningu og fleiru. „Undanfarin ár hef ég verið mjög dugleg við markmiðasetningu. Ég legg mig virkilega fram við það að skrifa markmiðin mín niður á mjög fallegan máta og það er mjög tímafrekt áhugamál hjá mér,“ segir Þórdís um dagbækurnar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Þórdís hreyfir sig á ýmsan máta og enginn dagur eins. Vala Matt ræddi við hana í Íslandi í dag í síðustu viku en margir hafa hrifist af krafti hennar og jákvæðni og eftir pósta á Instagram síðunni hennar hafa margir hreinlega farið af stað og byrjað að hreyfa sig meira. „Síðustu ár hef ég tekið einn og einn mánuð þar sem ég hreyfi mig í þrjátíu mínútur á dag í þrjátíu daga. Það hefur verið fyrir mig sjálfa að sanna fyrir púkanum á öxlinni að ég hafi alltaf tíma. Maður er alltaf rosalega fljótur að finna afsakanir til að fara ekki út,“ segir Þórdís og heldur áfram. „Ég var sjálf mikið í þeirri gryfju að ég hefði ekki tíma, ég er með lítil börn og er í vinnu og svo félagslíf og fjölskylda og allt. Ég prófaði að gera þetta nokkrum sinnum í nokkra mánuði. En síðan einn daginn var ég búin með þessa þrjátíu daga og þá hugsaði ég, æji ég tek þrjátíu daga í viðbót. Þegar ég var búin með sextíu daga, þá hugsaði ég, ég geri þetta bara í hundrað daga. Og eftir hundrað daga þá ákvað ég að ég myndi gera þetta í heilt ár,“ segir Þórdís og bætir við að árið hafi verið 366 dagar þar sem það var hlaupár. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Valsdóttir (@thordisv) Þórdís býr einnig til mjög flottar handgerðar dagbækur með markmiðasetningu og fleiru. „Undanfarin ár hef ég verið mjög dugleg við markmiðasetningu. Ég legg mig virkilega fram við það að skrifa markmiðin mín niður á mjög fallegan máta og það er mjög tímafrekt áhugamál hjá mér,“ segir Þórdís um dagbækurnar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira