Töluvert var fjallað um Halim Al, vegna forræðisdeilu hans og Sophiu Hansen, í tímaritinu.
„Hann hafði sína hlið sem er alltaf í svona forræðisdeilum en þetta er alltaf mjög viðkvæmt. Það er svolítið erfitt að fjalla um þetta á margan hátt, án þess að særa fólk. Upp úr þessu verður svona samband milli okkar og ég hef samband við hann reglulega og sé svona hvað er að gerast. Svo líður smá tími einhvern tímann og stundum vorum við í vandræðum hverju við ættum að keyra á, hvað verður stóra fyrirsögnin? Ég hringi í Halim og er að fiska eftir einhverju. Svo þegar hann tekur upp símann þá spyr hann, er Sophia dauður? Og það endar sem fyrirsögn í blaðinu,“ segir Loftur en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.