Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 11:01 Að mati Rubens Amorim leggur Marcus Rashford ekki nógu hart að sér á æfingum. getty/Martin Rickett Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir Marcus Rashford muni líklega ekki spila aftur fyrir liðið eftir nýjustu ummæli knattspyrnustjórans Rubens Amorim um framherjann. Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar nota markvarðaþjálfarann, hinn 63 ára Jorge Vidal, en leikmann sem legði sig ekki allan fram á æfingum. Ferdinand segir ekkert annað í stöðunni fyrir Rashford en að yfirgefa United. „Ef ég væri leikmaðurinn sem stjórinn tjáði sig svona um mig, hjarta mitt, stolt og egó; það er vandræðalegt. Að einhver efist um framlag þitt, að þú leggir þig hundrað prósent fram fyrir liðið og styttir þér leið eru stór ummæli. Það er engin leið til baka fyrir Marcus eftir þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef hann kæmi til baka þýddi það að aðrir leikmenn gætu tekið fótinn af bensíngjöfinni og komist inn í liðið.“ Ferdinand segir að Rashford viti upp á sig skömmina. Hann hefði nefnilega gripið til varna ef ummæli Amorims væru röng. „Fyrir mig, ef þetta væri ósatt myndi ég svara fyrir mig. Ég myndi halda blaðamannafund og láta vita að enginn myndi tala svona um mig,“ sagði Ferdinand. „Þú gerir það bara ef þú ert hundrað prósent viss um að enginn geti sagt þetta um þig. Við lifum á tímum þar sem er einfalt að vera í beinum samskiptum við stuðningsmennina svo sagan komist rétt til skila. Ég væri til í að sitja með Marcusi, horfa í augun á honum og sjá hvort hann gæti sagt það. Ef þú getur það ekki verðurðu að líta í eigin barm.“ Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall og spilað rúmlega fjögur hundruð leiki fyrir liðið. Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira
Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar nota markvarðaþjálfarann, hinn 63 ára Jorge Vidal, en leikmann sem legði sig ekki allan fram á æfingum. Ferdinand segir ekkert annað í stöðunni fyrir Rashford en að yfirgefa United. „Ef ég væri leikmaðurinn sem stjórinn tjáði sig svona um mig, hjarta mitt, stolt og egó; það er vandræðalegt. Að einhver efist um framlag þitt, að þú leggir þig hundrað prósent fram fyrir liðið og styttir þér leið eru stór ummæli. Það er engin leið til baka fyrir Marcus eftir þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef hann kæmi til baka þýddi það að aðrir leikmenn gætu tekið fótinn af bensíngjöfinni og komist inn í liðið.“ Ferdinand segir að Rashford viti upp á sig skömmina. Hann hefði nefnilega gripið til varna ef ummæli Amorims væru röng. „Fyrir mig, ef þetta væri ósatt myndi ég svara fyrir mig. Ég myndi halda blaðamannafund og láta vita að enginn myndi tala svona um mig,“ sagði Ferdinand. „Þú gerir það bara ef þú ert hundrað prósent viss um að enginn geti sagt þetta um þig. Við lifum á tímum þar sem er einfalt að vera í beinum samskiptum við stuðningsmennina svo sagan komist rétt til skila. Ég væri til í að sitja með Marcusi, horfa í augun á honum og sjá hvort hann gæti sagt það. Ef þú getur það ekki verðurðu að líta í eigin barm.“ Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall og spilað rúmlega fjögur hundruð leiki fyrir liðið.
Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira